31.10.05

Raunveruleika sjónvarp?
Ég man vel eftir því, enn þann dag í dag, þegar ég sá örbylgjupopp "in action" í fyrsta skipti. Ég og bróðir minn vorum í pössun hjá Sigrúnu, systur hennar mömmu. Það fannst okkur gaman. Elva frænka, sem er jafn gömul bróður mínum, var þá með í leikjunum og því fleiri, því betra! Ingibjör systir hennar, sem er 3 árum yngri en ég, var bara ponsa og því ekki farin að slást í hópinn.

Engu að síður, fórum við með Sigrúnu frænku að sækja Ingibjörgu til dagmömmunnar. Dagmamman átti örbylgjuofn, sem var alls ekkert algengt í þá daga. Á meðan að kellingarnar voru að spjalla, henti hún örbylgjupoppi í örbylgjuofninn. Ég, Daði bróðir og Elva frænka vorum öll límd við græjuna frá upphafi til enda og horfðum spennt á pokann þenjast út. VÁ!! Sögðum við, í hvert skipti sem pokinn stækkaði meira eða það komu mörg popphljóð í röð. *poppoppopppopp*.

Einhverstaðar á leiðinni hef ég týnt undrun minni og skemmtun yfir örbylgjupoppi. Eftir að hafa rifjað þetta upp, þá er ekki úr veigi að reyna að endurupplifa þessa stemmningu næst þegar ég poppa.....
Ég drekk mikið vatn. Sérstaklega á hlaupadögum. Svo skemmtilega vill til að ég er í sömu byggingu í öllum fyrirlestrunum mínum. Þar er eitt kvennaklósett með 3 básum. Þessa bása heimsæki ég reglulega út af ofangreindum ástæðum.

Í svona eins og viku hefur endabásinn verið lokaður, læstur og hljóðlaus. Eftir dálítinn tíma, fóru að vera minni og minni líkur á því að þetta væri tilviljun. Þar sem að það er mjög lítið gat á milli gólfsins og básahurðarinnar, þá er ekki séns á að einhver hafi geta skriðið í gegnum gatið og skilið hurðina eftir í lás.

Á miðvikudaginn hugsaði ég: "Hahha.. það hefur örugglega orðið meeeessy "slys" þarna inni og skúrikonurnar hafa bara læst til að koma í veg fyrir uppköst og svona"

Á föstudaginn hugsaði ég svo: "Hah.. Það er örugglega einhver dáin þarna á klósettinu. Híhíh "

Í dag hugsaði ég: "Vá. Það er örugglega einhver DÁINN þarna inn á klósettinu!!".

Þessi hugsun ágerðist eftir því sem ég fór oftar að pissa og ég var næstum því orðin sannfærð um að það væri í alvörunni lík þarna á básnum, sitjandi á klósettinu. Þegar ég fór að pissa í síðasta skipti, þá var það ekki í neinum frímínútum eða neitt, heldur hafði ég verið að læra þarna í byggingunni. Ég valdi básinn við hliðina á lík-básnum og eftir að ég var búin að pissa ákvað ég að staðfesta grun minn. Kona verður víst að hafa eitthvað í höndunum áður en hún hringir í lögguna með staðsetningu á líki.

Fyrst reyndi ég að kíkja undir skilrúmið á milli básanna. Ég sá ekkert almennilega, því að það er svo lítið bil á milli. Á endanum prílaði ég fyrst upp á setuna og svo upp á klósettkassann, greip í skilrúmið og hífði mig upp til að kíkja yfir. Þarna var ekkert lík. Þarna var ekkert einu sinni neitt hroðalegt messy "slys". Þarna var bara klósettbás, áþekkur þeim sem ég var í og klósett, áþekkt því sem ég var að príla ofan á.

...Ég er svo svikin!
Jæja, þá eru hátíðirnar komnar á hreint.

Heim til Íslands kvöldið 15. desmonber.
Heim til Danmerkur morguninn 30. desmonber.

Jól heima á Íslandi. Áramót heima í Danmörku. Mér kvíður pínulítið fyrir, því ég hef aldrei verið annarstaðar en hjá fólkinu mínu kl. 00:00 á áramótunum. Þetta verður örugglega bara gaman. Við erum að spá í að fara á Radhuspladsen og telja niður með öllu fólkinu. Stemmari!? Já örugglega.

30.10.05

Heheh.. af ákveðnum ástæðum leitaði ég að færslunni minni um speed date sem ég skrifaði á sínum tíma, þegar ég var kona einsömul. Hún var styttri en mig minnti, en algjörlega valid enn þann dag í dag!

Stundum... en ekki öllum stundum... finnst mér leiðinlegt að búa ekki í stærra landi. Helsta ástæða þess er þessi sjúki húmor sem ég hef gjarnan verið (réttilega?) ásökuð um að hafa.
Ég get t.d. ekki farið á hraðstefnumót á landi frosts og funa með það eitt að markmiði að gera grín („ég hef bara verið kona í 3 vikur, svo ég kann þetta ekki alveg“... eða „eftir að ég drap alla kettina mína vantar mér félagsskap“.. „Þeir segja að ég eigi að elta næstu fyrir framan mig.. en síðast þegar ég gerði það fékk ég klamedíu.. svo ég fer ekki fet“ kinda thang..).
Mmm.. Nautalundin er komin úr ofninum og inn í álpappír, nokkur lög af dagblöðum og handklæði og er núna að jafna sig. 20 mínútur í mat...
Alltaf að græða
Í nótt fór ég að sofa kl. 1 og ég vaknaði kl. 10. Ég svaf samt í 10 klukkutíma! Veiii.. Daylight savings!

29.10.05

Hahahah.. Cyanide and Happiness er stundum svo fyndið comic..
Eitt próf.....

Take the What High School
Stereotype Are You?
quiz.

Auðvitað er ég nördið. AUÐVITAÐ. ;o)
Ég veit það alveg að þegar konu leiðist, þá er það af því að hún er leiðinleg sjálf á þeim tímapunkti. Ég gæti gert fullt nákvæmlega núna, en ég bara nenni því ekki. Ég er hálf sybbin og svo förum við að borða bestu pizzu í heimi eftir svona hálftíma. Tekur því ekki að gera annað en að láta sér leiðast.

Það versta við þetta allt saman er, að þegar mér leiðist virðast allir aðrir hlutir vera leiðnilegir mér til samúðar. Meira að segja fréttirnar eru leiðnlegar núna..

Multimedia message

Strætóarnir sem keyra á milli bæja eru með svona bláa stríðsmálningu á sér. Þá kalla ég alltaf Braveheart strætóa af augljósum ástæðum.
Powered by Hexia

Góðan daginn, gamla gula skólahús!
Kona verður víst að læra um helgina. Helgarlærdómur er mun yndælli á nammidögum, þegar ég hef við hlið mér 20 kíló (give or take) af nammi úr candy megastore. Reyndar er flest allt yndælara undir slíkum kringumstæðum.

Sænski sjálfsalinn, sem býr í þessari skólabyggingu sem við erum að læra í núna (óteljandi margar skólabyggingar hérna á ótrúlega stóðu svæði), sveik okkur. Sænski sjálfsalinn selur hrökkbrauðssamlokur, sænskt nammi og sænskt gos. Við höfum komið hingað reglulega á laugardögum og keypt okkur sænskt kók. Það er miklu boðlegra en þetta danska, sem er næstum ódrekkandi. Í þetta sinnið hafði hann þó skipt út kókinu sínu fyrir þetta danska. Skrambans skrambi!

Annars hef ég frengir af íslenskum sjálfsala niðri í bæ, sem selur íslenskt nammi. Ætli hann selji líka íslenskt kók? Kona skildi nú aldrei halda....

Ah.. speaking of kona. Einn kennarinn okkar, sagði um mig á mánudaginn (fyrsta 24 ára daginn minn í skólanum) "I like her. She's a very smart girl. I mean woman!".

Ég er semsagt officially orðin kona.

Multimedia message

Hahahah.. Èg veit að þetta er útlenska, en hugmyndin af hundafóðri með kött er samt svo sniðug..
Powered by Hexia

28.10.05

Úffpúff. Við tókum annað hjólið okkar með í innkaupaleiðangur. Röltum út í Fötex með kassa fullan af tómum bjórflöskum á böglaberanum. Við létum vinarlegu græjuna sem gefur okkur peninga fyrir tómar flöskur fá hann og hún gaf okkur inneign í staðinn. Svo keyptum okkur kassa af besta bjór í heimi (þar til annað kemur í ljós), tuborg classic í gleri, á 82 krónur og skeltum honum á böglaberann á heimleiðinni.

Hjól eru sko til margra hluta nytsamleg!
Úúúúff hvað ég hlakka til. Í kvöld er ég að fara í bíó í fjórða skiptið síðan ég flutti út. Ég hef nú þegar séð Charlie and the chocolate factory, 40 year old virgin og Wedding chrashers.

Í kvöld... þá er ég hinsvegar að fara að sjá mynd sem er jafnvel í anda við UPPÁHALS myndina mína í öllum heiminum, namely, Corpse Bride.
When Brian Boitano travelled through time
To the year 3010,
He fought the evil robot king
And saved the human race again
Stelpufærsla
Ég á svo voðalega bágt með að skilja af hverju allar búningsklefapjásur eyða rosalega miklum tíma í að mála sig, á meðan þær eyða engum tíma í að hugsa um húðina á sér.

27.10.05

Mmmmm hvað ég eldaði góðan mat í kvöld! Íslenskt lambafillet takk fyrir. Reyndar keyptum við 1/2 hrygg sem ég svo úrbeinaði (og vil ég hérmeð þakka 3 ára starfsferli í kjöt- og fiskborði Nýkaupa í Garðabæ með menntaskólanum. Ég get úrbeinað, flakað, roðflett og eldað! Lærði meira þarna en í Verzló. Hahaha... nei, kannski ekki). Ef þeir selja ekki fillet þá bý ég það bara til andskotinn hafi það! Það merkilega við þetta allt saman er að við kaupum yfirleitt ekki lambakjöt vegna þess að það er svo dýrt miðað við annað hérna. Í dag fattaði ég hinsvegar að það er ódýrara að kaupa íslenskt lambakjöt í Danmörku, en á Íslandi.

Með þessu líka dýrindis filleti drukkum við rauðvín, borið fram í karöflu. Áður en rauðvínið kom í karöfluna hafði það búið í hillbilly fernu. Þið vitið.. svona mjólkurfernu! Það kostaði bara 25 kall líterinn svo við ákváðum að prufa að gamni. Þetta reyndist hinn ágætasti drykkur. Hvern hefði órað fyrir því að fernuvín væri boðlegt?
Vá. Það er næstum því kominn nóvember. Svo kemur desmonber og svo koma jól.

26.10.05

Daði! DAÐI!! Brian Boitano á sama afmælisdag og ég!!

So what would Brian Boitano do
If he were here today,
I'm sure he'd kick an ass or two,
That's what Brian Boitano'd do.
Me-me-me, mememememe, me-me-me, mememememe, me-me-me, mememememe, me-me-me-me-meeeeee. *söngl*

Multimedia message

Ég tek svo rosalega á á (hehe. Ási á Á á á) brennsludögum að meira að segja eftir sturtu með sjampói, 6 mínútna djúpnæringu og andlitssápu, anti-fílapensla og bólu lotion, augnkrem og rakakrem, deo og greiða hárið mitt og klæða mig í rólegheitum með slökunartónlist í eyrunum (brennslumorgnum fylgir alltaf me-time) er ég ENNÞÁ eldrauð í framan eftir átökin. Þess mà geta að ég var fkn 0.01 km frá takmarkinu sem ég setti mér um daginn. Grrr...
Powered by Hexia

25.10.05

Þegar Einar ákveður að fá sér kebab í hádegismatinn, röltum við fyrst í Iso og verslum þar sushi fyrir mig. Þetta er svona pakka sushi, svo það er aðeins verra en the real deal. Reyndar er pakka sushi-ið frá Nings meira að segja betra, en þetta er engu að síður ágætis hádegisverður. Ég er svo mikill sucker fyrir sushi. Ætli það sé ritualið í kringum það? Blanda wasabi saman við soja, borða með prjónum, éta engifer á milli..

Neh.. mér finnst það líka tussugott! :o)
Ég er svolítið að spá... Af hverju ætli það sé sagt að einhver "ríði eins og rófulaus hundur"? Eru þeir eitthvað aktívari en aðrir hundar? Ætli það sé vegna þess að þeim skortir áhugamál fyrst þeir geta ekki elt á sér skottið?

23.10.05

Ég er búin að vera með svefngalsa nánast samfleytt frá fimmtudeginum. Þá höfðum við sofið frekar stutt, sökum flugs heim til Danmerkur um miðja nótt (vélin fór kl. 9:20 að morgni sem sagt). Ég var að rifja það upp í samtali núna rétt í þessu hvað ég verð ógeðslega fyndin þegar ég er með svefngalsa. Ég verð svo fyndin að ég get ekki hætt að hlægja að mínum eigin bröndrum (og já.. Ég var búin að tækla þetta "heimskur hlær að sjálfs síns fyndni". Sá sem fann það upp var bara ekkert fyndinn muniði..?).

Á fimmtudaginn fattaði ég alveg BRILLIANT hlut. Það er sagt að fólk sem "hættir" að reykja í einhvern tíma, en byrji svo aftur hafi ekki hætt að reykja, heldur bara tekið sér pásu. Á fimmtudaginn gerði ég mér grein fyrir því að með sömu rökum er hægt að segja að fólk geti ekki hætt að gera nr.2, heldur bara tekið sér pásur..

HAHAHAH.. Mér finnst þetta ennþá fyndið. Þú lesandi góður (ásamt fleirum)... átt sem sagt við vandamál að stríða!
Þetta finnst mér fyndið..
Híhíhí.. Í gær var gaman. Ég fékk bakkelsi og fínerí í morgunmat og svo opnaði ég afmælispakkana mína.
- Frá ömmunum og öfunum fékk ég sitthvorn 500 króna seðilinn (danskar jáh).
- Tengdó gáfu mér líka 500 kr og voða fín blóm (þau voru hérna hjá okkur sko. Fóru rétt áðan í lestina).
- Mamma og pabbi gáfu mér rosalega fína lopapeysu. Svona rennda og aðsniðna. Mamma prjónaði hana sjálf.
- Natti gaf mér ótrúlega sniðuga bók sem heitir "What Is It? : Photos to Keep You Guessing". Kortið var útprentuð mynd af mér, honum og Palla þegar við létum mála okkur í kringlunni (hann var Tígrisdýr, Palli dalmatíuhundur og ég bleikur blettatígur).
- Daði bróðir og Rúna gáf mér nýjustu bókina hans Hugleiks (forðist okkur)
- Óli frændi gaf mér alveg glæsilegt listaverk sem hann hafði gert í leikskólanum.
- Að lokum gaf uppáhalds Einarinn minn mér mini zen garden, flottustu headphone í heimi (svo ég hætti að stela hans líklega, en þau eru alveg eins), inneign upp á Cartoon History of the World: Vol II og nokkrar staðreyndir um 24. Þær eru svona:

24 eru vinslælir sjónvarpsþættir
Það eru 24 tímar í einum sólahring
Það eru 24 gluggar í jóladagatölum
Við eigum heima á Engelsborgvej 24
Hreint gull er 24 karöt.

Við gerðum heilan helling um daginn. Ég keypti mér saumavél fyrir part af afmælispeningunum, við fórum á listasafn, fengum okkur bestu súkkulaðiköku í heimi (afmælis) og fórum rosaleag fínt út að borða. Ég fékk krabba í forrétt, dádýr í aðalrétt (varð að smakka. Það var geðveikt gott) og einhverja osta í eftirrétt. Þegar þjónustu stúlkan frétti að ég ætti afmæli sótti hún danska fánann og setti á borðið hjá mér. Danir eru svo fyndnir.

22.10.05

Ég er 24 ára í dag! Fyrsti dagurinn sem ég er 24 ára... Hef eytt síðustu 365 dögum í að vera 23gja.. Það hefur reynst mér vel en ég ákvað að það væri kominn tími á breytingu.

21.10.05

Vá. Ég er búin að setja í 2 þvottavélar og óhreinatauið er ennþá stútfullt. Ætli að það hafi myndast uppspretta þarna á meðan ég fór til Vínar? Endalaust flæði af óhreinum fötum......
Í Vínarborg eru stool sample klósett. Þau eru með stórum palli þar sem að úrgangurinn lendir og þegar sturtað er niður skolast hann af pallinum og ofan í niðurfallið sjálft. Þetta þykir mér sérstaklega áhugavert*.

* Með "áhugavert" í þessu tilfelli, meina ég augljóslega smekklítið!

20.10.05

Merkilega vond frásögn af Vínarborgarferðinni
- Sorry, ég er sybbin og skortnir metnað!

Ég er komin heim í heiðardalinn með slitna skó! Mikið rooooosalega var gaman í Vínarborg. Þvílík og önnur eins snilld! Schnilld even. Ég talaði næstum bara þýsku við innfædda. Ég vildi óska að ástæða þess væri að ég væri svo rosalega góð í þýsku. Það var víst meira út af því að vínarsnitzelin kunna ekkert í ensku. Nope. Ekki neitt! NEITT.

Vínarborg er um það bil fallegasta borg í öllum heiminum. Öll húsin í miðbænum eru svo geðveik að ég missti andlitið á jörðina og týndi því einhverstaðar á leiðinni. Kannski það sé ástæðan fyrir því hvað vínarbúar eru almennt ófríðir. Kannski þeir hafa týnt sínu bjútíi á sama máta.

Á þriðjudaginn löbbuðum við um alla borgina. Við fórum í lifandi fiðrilda safn, þar sem að við löbbuðum inn í tilbúinn regnskóg þar sem að gullfalleg billjónlita fiðrildi flögruðu um í kringum okkur. Við fórum líka í Albertina safnið, sem á meðal annars myndir eftir Michelangelo og sketchur Da Vinci. Sáum þar m.a. alveg ótrúlega frábæra og sniðuga sýningu um æfivinnu Rudolf von Alt. Hún byrjaði á myndum sem pabbi hans hafði málað og svo á sketchum sem Rudolf hafði gert og svo sýnishorn af málverkunum hans frá því að hann var strákur og fram að því að hann dó, há aldraður. Ótrúlega flottar myndir. Við fórum líka í 40 mínútna guided hestvagnaferð um borgina þar sem að okkur var sagt hvað og hvar ýmislegt væri af eina næstumþvíenskumælandi manni Vínarborgar, fyrir utan fólkið í afgreiðslunni á hótelinu okkar.

Eftir hestvagnaferðina kíktum við á rústir frá 1. öld ( sem Rómverjar byggðu víst back in the days), snæddum glæsilega köku á kaffihúsinu þar sem að leikararnir og stjórnmálamennirnir hittast og skoðuðum íbúðina sem Beethoven bjó í. Við eyddum afganginum af deginum í að rölta um borgina og skoða húsin. Um kvöldið snæddi ég dýrnidis kvöldverð með greifanum Magnouche, í tilefni afmælis hans. Með okkur var einnig ein af 5 snótunum sem komust inn í Óperunskólann í Vín þetta árið (en mörg hundruð þreyttu inntökuprófið). Einar fór á sama tíma á bestu tónleika í heimi að hans sögn. (Dream Theater. Ég fór á þá í fyrra í DK. Einar hefur greininlega meiri metnað!).

Í gær röltum við um borgina aftur. Við fórum í nýjasta hlutann af Hofburg höllinni, sem er svo geðveikt flottur að ég get bara ekki komið orðum að því. Ég sýni ykkur kannski smá ef helmingurinn uploadar einhverjum myndum. Þar fórum við á ææææææææææææðislegt safn, þar sem að brynjur og vopn Hofburg ættarinnar voru sýndar. Djöfull var þetta flott. Hitti alveg í mark hjá drottningunni sem er vopna og history nut. Það tók svona 2 tíma að rölta í gegnum þetta allt og taka allan fróðleikinn inn. Ég lærði heilan helling á þessu (t.d. um burtreiðar o.f.l.) og svo sá ég tískusveiflur í þessum brynjum og margt fleira. Ótrúlega impressive. Við skönnuðum í flýti museum of musical instruments og safn með eldgömlum styttum (það var ekki með audio-guide eins og hin söfnin og allar upplýsingar voru á þýsku. Leiðinlegt að skoða eitthvað sem kona veit ekki alveg hvað er).

Við fórum líka í Schönbrunner höllina og tókum einhvern tour þar. Hún var merkilega lítið impressive eftir marmarageðveikina í Hofburg, en það var mjög gaman að kíkja á þetta og heyra söguna. Hallgargarðurinn var líka geðveikt flottur. Svo kíktum við í dýragarðinn þar sem að ég sá pandabirni í fyrsta skiptið. Ágætur dýragarður. Þessi danski er samt fínni.

Ég fór líka í bað! Það er bara sturta í Danmerkur útibúi kastalans, en á 3 stjörnu 32 evrur nóttinn fyrir 2 manna herbergi, morgunverður innifalinn hótelinu okkar, var bað. Við splæstum böbblís á okkur og fórum svo og fengum okkur (s)vínarsnitsel með greifanum og söngfuglinum.. Kona getur ekki verið þekkt fyrir að fara til Vínarborgar án þess að fá sér svoleiðis sko!

All in all þá var þetta svoooo frábær ferð til svooo frábærrar borgar. Dagskráin hjá okkur var alveg bókuð frá morgni til kvölds og við hefðum alveg geta fyllt fleiri daga. Við fórum t.d. ekki á Sigmund Freud safnið, en það er gamla íbúðin hans og biðstofa með upprunalegum húsgögnum. Við fórum heldur ekki upp í Stephandom kirkjuna (þar er m.a. 21 tonna kirkjubjalla).

Það var reyndar farið að verða kalt, og drottningin klæddist úlpu, kuldaskóm, húfu, trefli og böddum (svínarlúffurnar mínar) mest allan tímann...

Anywho.. Þið sem eruð ekki dauð úr leiðindum: ÉG MÆLI MEÐ VÍNARBORG!!!

17.10.05

Ég elska þig grasker!
Ég elska þig hunangskanína.

Ef einhvert af ykkur ríðandi svínunum hreyfir sig......

16.10.05

Multimedia message

Djöfullinn! Sjáið hvað þið hafið gert við Tom Cruse!
Powered by Hexia

Multimedia message

Brilliant markaðstrikk hjá gatorade fólkinu að láta tappann sinn líta út eins og pípuhatt..
Powered by Hexia

Ég vaknaði áður en brauðvélin kláraði að baka. Ég stillti hana þannig í gær að brauðið myndi vera tilbúið á sama tíma og vekjaraklukkan átti að hringja. Það er ennþá hálftími í áætlaðan brauðsnæðitíma. Lyktin er svo geðveikt góð.

Annars er drottningin spennt í dag. Á eftir sækjum við Magga minn upp á flugvöll og sínum honum aðeins um borgina (borðum svo nautalund sem við keyptum í kvöld. Naammmm velmegun!). Á morgun fljúgum við svo til Vínar og Austurríkjumst þar nætsu dagana.. Þar er sko mikið að skoða!

15.10.05

Palli á kærustu, Palli á kærustu!!
Ég: Hvar fékkstu playstation 2 annars?
Bróðir minn: Rúna (kærastan hans) gaf mér hana í ammó. Hún gaf mér rakvél og ég skipti henni.
Ég er búin að vera að pæla í því hvort köngulær geti stolið vefjum sem einhver önnur könguló gerði og notað sjálfar. Ég veit að þær geta fest sig í eigin vefjum, en er það bara common knowledge á meðal köngulóa HVAR þær spinna labbiþræðina?

14.10.05

Sjálfstraustið var í botni. Ekki nóg með að hún hafi nýlega tapað 5 kílóum á vodka- og appelsínukúrnum, heldur sagði stjörnuspáin hennar að í dag væri dagurinn sem að hann myndi loksins safna kjarki til þess að tala við hana. Stjörnuspáin hafði einnig sagt að hún myndi fá óvænt símtal og rétt í þessu var hún að skella á gallup. Hún bjóst ekki við því að heyra frá þeim aftur eftir að hún hafi nú þegar komið sér hjá spurningum þeirra tvisvar í vikunni. Ó, en rómantískt. Þetta var skrifað í stjörnurnar!

Þetta kallaði á almennilega viðhöfn. Hún notaði papaya sjampóið, því að Cosmo hafði sagt að strákar væru 10% líklegri til þess að finnast góð lykt af hárinu á stelpu sem notaði papaya sjampó. Eftir að hafa málað sig almenniega, valdi hún veiðigallann. Hún rétt náði að troða fótunum í gegnum skálmarnar á nýþröngu gallabuxunum sínum. Vissulega hafði hún í fortíðinni hlegið að plebbalega fólkinu sem var í innvíðum gallabuxum, en það var ÁÐUR en þær komust aftur í tísku....................

Multimedia message

Mmmm.. Ekki-nammidags pizza í ofninum. Geðveikt góð lykt
Powered by Hexia


Viðbætt: Hún var eins góð eins og lyktin af henni. Var með 6% feitu hakki (ekki steiktu upp úr olíu), hvítlauk, 6% feitum osti, 2% feitri skinku, ananas, rauðlauk, grænni papriku, smá olívum og oregano. Held ég verði að taka aftur það sem ég sagði að allar alvöru pizzur verði að vera með pepperóní..
Helmingurinn er að pakka inn afmælisgjöfinni minni. Núna hef ég tæplega 8 daga til þess að vera forvitin..
Eg ætla nu ekki ad drepa ykkur med bachelor umrædum en...
"Sko, eg ætladi ekkert ad falla fyrir bachelornum. Eg nefnilega helt ad hann yrdi ljoshærdur med bla augu, en svo var hann bara dokkhærdur med brun augu, svo eg akvad ad gefa thessu sjens.."

Hversu fyndid var lika ad ameriska beyglan hafi verid med mesta dramad? Otrulega typiskt.

Multimedia message

Krapp.. Gleymdi bursta og þarf að greiða mér með puttunum.. Heppin ég að vera með slökunartónlist í eyrunum..
Powered by Hexia

13.10.05

Váh.. Ég var að horfa á íslenska bachelorinn síðan í síðustu viku (svo ég geti horft live núna á eftir. Heheh). Ein stelpan í rósa-athöfninni var í alveg eins ógeðslega þröngum, fleygnum flyðrukjól og ÉG á! Það gerir mig næstum því fræga!!

Mér fannst annars ógeðslega fyndið að ein hafi sagt nei. Hún var líka sætust. Svekkjandi samt að vera þessi sem var valin í staðinn.
Með því skemmtilegasta sem ég veit er að tala við guðson minn á skype. Hann er 3ja ára gamall og náttúrulega sérstaklega vel gerður eins og aðrir fjölskyldumeðlimir. Þetta eru genin sjáðu til.

Lífið er svo auðvelt hjá 3 ára börnum.

Ég: Hún amma var að segja mér að þú værir orðinn rosalega góður í að teikna
Óli frændi: Já. Ég er það!

---

Óli frændi: Hann [man ekki nafn.. einhver strákur á leikskólanum] henti bíl í ennið á mér.
Ég: Á! Það var ekki fallegt af honum.
Óli frændi: Já, við erum samt vinir.

12.10.05

Við kíktum til Gúnda í pool sem leystist upp í fúsball og svo borðtennis. Borðtennis er skemmtileg íþrótt. Ég er næstum því betri borðtennis en skvassi, which is saying....... a little. Ég er líka næstum því betri í fúsball en að juggla 20 steikarpönnum á meðan ég stend á haus ofan á stórum bolta og spila á munnhörpu með rassinum og söngla með "Hnoðri í norðri verður að veðri þótt síðar verði" (síðasta partinn get ég reyndar alveg fullkomlega, merkilegt nokk. Þá meina ég að segja setninguna, ekki spila á munnhörpu með rassinum).

Annars langar mig að deila með ykkur gífurlegum kröftum sjálfsdáleiðslu! Í gærnótt og í morgun fannst mér eins og ég væri að fara að fá hálsbólgu. Ég tók mig því til, áður en ég fór að sofa, áður en ég fór á fætur, í strætónum á leiðinni í ræktina og svo þegar ég var að teygja og notaði immunte system boosterinn hans Paul McKenna. Held það hafi virkað eins og svín. Þau eiga víst að virka rosalega vel. Allavega vill máltækið meina það. Það gæti verið eitthvað til í því. Svín virka t.d. á grillið og sem vaski grísinn Baddi. Eh. Það sem ég er að reyna að segja er að ég finn sem sagt ekki fyrir neinum pirringi í hálsinum lengur.

Ég ákvað samt, til að vera öruggari (kona er víst aldrei 100% örugg) fyrir slátturmanninum slinga, að grípa til einhvers kukls. Núna er ég að drekka rótsterkan (enda úr rót. duh) safann af soðinni engiferrót og hvítlauk með smá hunangi. Þetta á víst að senda alla hálsbólguvaldandi sýkla í burtu með hraði. Þeir láta sko ekki bjóða sér svona óbjóð!

Lifi nútíma læknavísindi! Sjálfsdáleiðsla og engiferrætur! Oh.. ég er svo nýaldar eitthvað..
Mér finnst eitthvað svo ógeðslegt við bremsuför á almenningsklósettum. Eða þegar helvítið hefur ekki sturtast almennilega niður og það sést ennþá í hann gæjast aðeins upp í sjónlínuna. Ojojoj. Stundum skoða ég alveg nokkra bása áður en ég finn einn bremsufarslausan. Glætan að ég fari eitthvað að pissa ofan á ókunnugra nr. 2.
Hahah.. En hallærislegt.

Multimedia message

Kælar í mötuneytinu. Mjólkurvörur, gos og svo auðvitað bjór. Annað væri ómenning! Hahah.. Danir eru svo æði!
Powered by Hexia

11.10.05

Mér fannst vanta meiri handahófskend í líf okkar, svo ég hennti inn frumútgáfu af rand-a-face hér til hægri... Ég verð nú að viðurkenna það, að ég sakna MS Paint..
Jæja... þá er Benni, drottningavagninn, kominn á bílasölu. Elsku skinnið. Það verður pínu skrítið að eiga engan bíl, meira að segja þó ég hafi ekki séð hann síðan í ágúst.

10.10.05

Bleh. Ég þurfti að skamma einhverja stráka í dag sem eru með mér í einu verkefni. Þeir voru ekki alveg að skila sínu. Leiðinlegt en nauðsynlegt. Vonandi taka þeir sig á svo við þurfum ekki að henda þeim úr hópnum. Þessi kúrs er metinn 100% með einu, stóru verkefni, svo það væri hálf leiðinlegt fyrir þá.
Ég ákvað í gær að hætta þessari vitleysu og ná helvítis lokaverkefnis- og ameríkukílóunum af mér aftur. Ég þarf víst meira til en að mæta í ræktina og borða hollt 6 daga vikunnar. Ég þarf að mæta í ræktina OFT og borða OFTAR og meira prótein. Ég veit alveg hvað virkar á mig. Þarf bara að taka mig saman í andlitinu og gera einmitt það.

Allavega, fyrst kona brennir 3x meira á fastandi maga á morgnana (ef hún borðar ekki í klst á eftir) hefur sá póll verið tekinn í hæðina á brennsludögum. Svo heppilega vill til að brennsludagar eru akkúrat þeir 3 dagar sem ég þarf að mæta kl. 8 eða 8:15 í skólann anywho.

Ég stillti vekjaraklukkuna mína á 6:30, alveg uppfull tilhlökkunnar að vera nú alveg á barmi þess að verða gella aftur. Ég var meira að segja svo hyped yfir þessu að ég vaknaði upp á mitt einsdæmi kl. 6 og kúrði til 6:29, svo ég slapp við vekjaraklukkubíp. Ég henti mér í íþróttafötin mín, tók strætó upp í skóla og hljóp svo eins og gnýr á fengitíma á hlaupabrettinu í ræktinni. Ég reyndi svo rosalega á mig að þegar ég fór inn á klósett til að fylla á vatnsflöskuna mína eftir flaupið (tja.. fyllti á hana í vaskinum sko.. ekki klósettinu), þá kom móða á spegilinn, þó ég hafi ekkert staðið alveg upp við hann. Djö hvað það verður gaman í kringum um jólin, þegar ég verð aftur orðin eins og ég var.... um jólin í fyrra! Helvítis svindl hvað það tekur stuttan tíma að fitna og langan tíma að af-fitna.

9.10.05

Híhíhíh
Hér getið þið nálgast fullt af ókeypis e-bókum. Þær eru flestar það gamlar að höfundaréttur nær ekki lengur yfir þær... T.d. The notebooks of Leonardo Da Vinci, grímsævintýri og svona.

Enjoy!

8.10.05

Úff. Ég er að skrifa skýrslu og ég tísti eins og smástelpa í hvert skipti sem ég skrifa eitthvað eins og "the barrier was turned on". Thíhihihíhíh. þarna var það aftur.
Nýja græjan er komin af stað inni í eldhúsi. Hún er svo falleg og straumlínulaga að ef það væru hjól undir henni væri hún Peugeot! Á lokinu á henni er gluggi. Ég stóð í daggóðan tíma og fylgdist með vélinni hnoða pizzudeig. Vá. Þetta getur hún! Ég þurfti að draga fram allan minn viljastyrk til þess að hætta að glápa á degið hnoðast og fara inn í stofu. Ég verð að spara einhvern horfi-tíma fyrir þegar byrjar að hefa. Hefði það ekki verið fyrir hríspokann sem var að klárst inni í stofu, væri ég örugglega ennþá límd við litla gluggann.

Multimedia message

Ég fékk leyfi til að kaupa þessa brauðvél (270 kr, samt budget). Hún er svo straumlínulaga. Svo falleg. Ég hlakka til að láta hana hnoða pizzudeig á eftir.
Powered by Hexia

7.10.05

Multimedia message

Hmmm.. Fyrsta skiptid sem ég nota 4 naglalökk í einu. Intwesting.
Powered by Hexia

Hann: Hefur það e-n tímann hvarlað að þér að BÓKIN þurfi smá hvíld?

Hmm.. ég er sem sagt að lesa cartoon history of the world, vol: I og get ekki lagt hana frá mér :oP

Multimedia message

Ekkert eins og að rogast heim með fullan bakpoka af mat og fullan faðm af kjúklingabringum (4.2 kg) í október, en samt í 18 gráðum og sól. Veit ég er þreytuleg. Vaknaði við hóstaköst ítrekað í nótt. Æjæj. Ekki allir með ónæmiskerfi drottningarinnar!
Powered by Hexia

Fyrsta "læknisheimssóknin" mín í Danmörku
Aumingja helmingurinn er búinn að vera lasinn, svo að hann pantaði tíma hjá lækninum okkar. Ég fékk að fljóta með, vegna þess að mig vantaði uppáskrift fyrir pillunni. Það er merkilega lítið mál. Ég spjallaði við læknaritarann. Hún spurði mig hvaða pillu mig langaði í og ég sýndi henni kassann utan af pillunum sem ég tók með mér frá Íslandi. "Ekkert mál" sagði hún (nema auðvitað ekki á íslensku). Hún bað mig um að renna gula kortinu mínu (en það er svona kennitölukort sem allir eru með hérna. Það hefur segulrönd og á það er skrifað nafnið mitt, kennitala og heimilisfang) í gegnum einhverja græju. Svo hamraði hún eitthvað inn í tölvuna sína, prentaði það út og hljóp inn til læknissins og til þess að fá undirskrift á snepilinn. Svo rétti hún mér reseptið og þar með var það búið. Fyndið. Ég þurfti ekki að hitta lækninn eða neitt.

Einar var að koma frá læknisstofunni einmitt núna eftir blóðprufur og vesen. Það er víst allt í lagi með hann eftir allt saman :o) Ónæmiskerfið hans er bara með langan fattara.

En já. Læknirinn?

Svo ég vitni í sjálfa mig:
Læknabiðstofur eru hálf scary. Þar eru allir hóstandi og slefandi og ef kona var ekki lasin fyrir, þá fær hún það á tilfinninguna að hún verði allavega örugglega lasin eftir viðveru í slíkri stofu.

Eftir hefðbundna læknisstofubið kíkti skælbrosandi kona út um eina hurðina sem snéri að biðstofunni. Konan var berfætt, í inniskóm og í rósóttum kjól, en faldurinn á honum var vel fyrir ofan hné. Hún bað Einar Jonsson að koma. Þetta var sem sagt læknirinn okkar. Hanne er óléttasti læknir sem ég hef séð á æfi minni. Ég held reyndar að kjóllinn hafi einhvern tímann verið skósíður, en hún leit út fyrir að geta farið í hríðir hvað úr hverju. Vá! Og ég var stressuð yfir öllum síklunum í biðstofunni! Kannski að hún sé með ofur-ónæmiskerfi líka. Kannski að svona stress leki líka í burtu eftir að fólk gerist læknar.

6.10.05

Vúhú. Mamma og pabbi koma í dag svo ég fæ að sjá þau....... mjög stutt. Ég er í skólanum til kl. svona 15 og þau koma hingað á meðan. Lasarus, þessi sem er með allavega eina táslu ofan í gröfinni, mun taka á móti þeim. Pabbi fer beint á fund, en ég get aðeins farið með mömmu eitthvað og eldað svo ofan í þau kvöldmat. Á morgun fara þau bæði á fund og fara svo bein í flugvélina.

Tjah. Nokkrir klukkutímar eru betra en ekkert!

4.10.05

Multimedia message

Ég var að skipta um diska í stelpunum og er nú að setja ubuntu aftur upp á þeim báðum. Ég hef ákveðið að senda Emmu í fóstur. Það var rosalega erfið ákvörðun, en hún mun fara á gott heimili. Daði bróðir minn mun fá hana. Ég hef svo sem ekkert við hana að gera hér heima, fyrst hún er laptop og ég er með Petru.
Powered by Hexia

Ólík menning..
Í einu fagi er ég meðal annars með 2 kínverskum stelpum í hóp. Þær eru voðalega sætar og indælar og vinna alltaf vinnuna sína heima. Enskan hjá annari er reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir svona í mæltu máli, en hún virðist kunna hana ágætlega, því hún skrifar fínan texta.

Í tímanum í dag sagði kennarinn (sem hefur m.a. kennt í Kína) að Kínverjar væru ekkert góðir í að spyrja spurninga. Þeir gengju alltaf út frá því að kennarinn hefði rétt fyrir sér. Eftir tímann var ég að spjalla við þær og önnur kom með þá athugasemd að Kínverjar spyrðu aldrei neinna spurninga, því að þeir væru alltaf búnir að lesa heima!

Hún setti upp undirskála augun þegar ég útskýrði fyrir henni að það sem hann hafði átt við, var að við ættum ekki að ganga út frá því að bókin eða kennarinn hefði alltaf rétt fyrir sér og ef við myndum sjá eitthvað sem meikaði ekki sense fyrir okkur, ættum við að spyrja út í það og fá niðurstöðu í málið. Það væri líka hægt að bera upp spurningu um hvort önnur lausn á vandamálinu væri kannski betri. Við gætum líka alveg spurt út í efni sem kemur ekki endilega fram í bókinni, en við erum forvitin um.

Þær voru báðar hálf hissa á þessari athugasemd og virtust ekki alveg skilja hvað ég átti við. Þeim fannst það ekki alveg meika sense að setja efni sem væri ekki alveg rétt í kennslubók. Ég reyndi að útskíra fyrir þeim að það væri nú enginn fullkominn, ekki einu sinni doktorar... en það var ekki að sökkva inn. Það var nákvæmlega á þeim tímapunkti sem ég skildi að kennarinn, þó hann sé ekki fullkominn með augum Íslendings, hafði haft algjörlega rétt fyrir sér með að Kínverjar kynnu ekki að spyrja spurninga.
Ég borðaði smá deig í gær. Ætli ég vaxi aldrei upp úr því? Ég man að mesta sportið við þegar mamma og pabbi voru að gera skúffuköku þegar ég var lítil, var að fá skeið til að hreynsa innan úr skálinni eftir að kakan var komin inn í ofn.

Ég var sem sagt að baka ekkertsvoóholla kanelsnúða og endarnir á rúllunni voru aðeins minni heldur en rúllan sjálf. Ég greip til þess ráðs að skera smá af endunum. Í staðinn fyrir að henda deiginu í ruslið, þá borðaði ég það. Það var ágætt. Var búin að setja splenda, kanil og epli inn í það sko, svo að það var sætt og gott.

3.10.05

Oh.. hann Dell!
Hann Dell er soddans kjáni. Fyrst lét hann okkur fá vitlausa harðadiska, svo að hann gaf okkur lazer prentara og tvo 60 GB diska fríkeypis fyrir misskilninginn. Síðasta mánudag kom prentarinn og...... annar 80 GB diskurinn! Hinn virðist hafa týnst á leiðinni hjá fluttningafyrirtækinu. Þegar við hringdum í Dell daginn eftir, ákvað hann að reyna að hafa upp á disknum og við urðum bara að gjöra svo vel og bíða. Dell mjálmaði ámátlega við rökin að okkur væri drullusama hvort að fluttningafyrirtækið eða hann hefði týnt honum, það hafi verið hans að koma honum í okkar hendur, svo að hann ætti að redda nýjum.

Nokkrum símtölum og allskonar veseni seinna, ákvað hann Dell loksins í dag að úrskurða hinn diskinn týndan og panta annan í hans stað frá Ameríkunni. Þessi prósess mun taka aðra 7 - 10 virka daga. Þegar diskurinn mætir á staðinn, eigum við að díla um frekari bætur. Hvað ætli við fáum næst..?

Það versta er auðvitað að við eigum svo helvíti mikið af dóti. Ætli honum Dell finnist það of mikið að gefa mér lófatölvu..?

2.10.05

Ég er með hálf lasið bak. Fæ oft illt í það, en það svo sem háir mér ekkert rosalega. Á sunnudögum elda ég fínan mat og þá fáum við okkur rauðvín. Á rauðvínsdögum líður mér alltaf miklu betur í bakinu, heldur en á öðrum dögum. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna það kann að vera. Ætli það sé vegna þess að ég slappa af og blóðið nær almennilega að komast á hreyfingu? Ætli það sé vegna þess að það hefur lítilega blóðþynnandi áhrif? Intwesting and amoosing.

Núna er ég að drekka ítalskt rauðvín frá árinu 2000. Það er sérstaklega gott. Sem er ágætt. Hr. Mon er nefnilega lasinn og situr hjá. Meira fyrir mig!
Ég skrapp út í búð og keypti stútfullan, stóran bakpoka og fullan poka af mat og nauðsynjavörum. Þetta innihélt m.a. velmegunarhluti eins og 2 kíló af argentínsku nautafillet, 2 andabringur, 16 rakvélablöð fyrir Hr. Mon og 4 pakka af pizzadeigi. Fyrir herlegheitin borgaði ég rétt rúmar 500 krónur.

Ahhhh.. Fötex á afmæli og gefur MÉR gjafir. En fallegt.

1.10.05

Ég var að spá. Ég hef ekkert hitt hana Margréti Danadrottningu síðan ég flutti hingað út. Hangir kóngafólkið ekki alltaf saman? Æi, reykir hún ekki svo mikið? Ég nenni eiginlega ekki að sitja undir útblæstrinum á meðan við tölum um drottningalega hluti eins og haribo og óþol á pussum sem tyggja tyggjó með opin munninn. Ég get alveg eins rætt þessa hluti við ykkur. Og almenningurinn gleðst! Ég er í svo góðu sambandi við hirð mína.
Við kíktum á uppáhalds ástralska staðinn okkar í gær og skutum niður nokkrum billiard kúlum og nokkrum tuborg classic (en það er einmitt besti bjór í heimi. Allavega mínum heimi). Klósettin þar eru reyndar umdeilanleg. Vissulega er ekkert umdeilanlegt að þau séu klósett, en það er nokkuð umdeilanlegt hvar klósettin enda og herbergið utan um þau byrjar. Það var svo mikil ælufýla þegar ég fór að pissa að ég gubbaði næstum því sjálf. Ég er klýgjugjörn. Mér er alveg sama þó það þyki miður smart. Murrr.

Við fórum svo á einhvern annan stað þar sem klósettið og herbergið sem umlukti það var mun skárra. Að vísu hékk auglýsing á hurðinni, sem blasti við konu þegar hún var að pissa. Á henni stóðu 10 hlutir eins og t.d. "Ólívuolía, jógúrt, krystalsheilun og tungldans". Ég las þetta í makindum í takt við bununa. Neðst stóð svo "Eða þú getur notað það sem virkar" og svo var mynd af einhverju sveppalyfi fyrir neðrisvæði kvenna. Það var nákvæmlega þá sem ég sá ógeðslega eftir því að hafa actually sest á helvítis klósettið í staðinn fyrir að nota lærakraftinn bara.

Þegar klukkan var orðin margt og sumir orðnir slappir ákváðum við að taka næturstrætóinn heim. Það var rosalegt upplifelsi. Viggi greyjið var með tómt sæti við hliðina á sér og allskonar mismunandi fólk drapst næstum því á öxlinni á honum á leiðinni. Uppáhalds næturstrætómaðurinn minn var afskaplega drukkinn miðaldra maður sem ætlaði út á nörreport, en náði ekki að hlaupa út áður en að hurðin lokaðist. Þá tók hann til þess ráðs að drepast standandi, hallandi sér upp að einum dínglistaurnum. Djöfull var hann örugglega hissa þegar hann vaknaði í einhverjum allt öðrum bæ.

Multimedia message

Ég fæ alltaf nettan Mary Poppins fílíng með regnhlífina á lofti...
Powered by Hexia

Multimedia message

Partur af neðri hæðinni í candy megastore
Powered by Hexia

Multimedia message

Powerpuff girls hanskarnir mínir og the nightmare before christmas taskan mín. Ég er í lest á leiðinni niður í bæ að kaupa nammi.
Powered by Hexia

Multimedia message

Nokkrar af risatölvunum sem við fáum aðgang að uppi í skóla. Lífið er gott með 48 örgjörvum...
Powered by Hexia

Multimedia message

Mynd sem ég tók til heiðurs Kirk fyrir rúmum mánuði!
Powered by Hexia

Multimedia message

Ég var að fá mér nýtt myndapósk fyrir danska númerið mitt. Lifi Hexia! Ah. Þetta er Petra by the way. Sooo perdy...
Email blog sent by Óskímon
Powered by Hexia