14.9.05

Váh. Ég var víst klukkuð.

Hér koma þá fimm atriði (af handahófi) um sjálfa mig:

1. Þegar ég var ponsa, þurfti ég að ganga í spes skóm (skalaskór hétu þeir) í krummafæti, því ég var innskeif og hjólbeinótt. Það var víst meðal annars vegna þess að ég byrjað að labba alltof snemma. Mér lá víst á.

2. Ég get hrist á mér augasteinana á ofur hraða án þess að færa hausinn, ég get sett tunguna á mér á nefbroddinn minn, ég get hreyft á mér eyrun. Ég get líka fært hausinn til hliðar eins og egyptar í teiknimyndasögum.

3. Ég er krónískur draslsafnari og finnst fátt skemmtilegra en dót sem er það sniðugasta síðan hundur í peysu í 10 mínútur, en hálf leiðinlegt eftir það. Vandamálið er að ég treð dótinu svo ofan í skúffu, þar sem ég snerti það ekki, þangað til nokkrum árum seinna, þegar ég tek til í skúffunni. Þá er dótið aftur það sniðugasta síðan hundur í peysu og ég fæ mig ekki til að henda því...

4. Núna, er fyrsta skiptið á minni æfi sem ég bý ekki heima hjá foreldrum mínum. Þetta er líka í fyrsta skiptið á minni æfi sem ég bý annarstaðar en á Íslandi. So far er ég að plumma mig mjög vel.

5. Næstum því allar bækur sem ég hef lesið sjálfviljug (ekki skóla) síðan ég var 11 ára hafa verið á ensku. Ég las The Eyes of the dragon þá og hún er ennþá uppáhalds bókin mín. Ég hugsa oft óvart á ensku. Stundum vantar íslensk orð yfir ákveðna hluti..


Klukka Adda, Maju, Dagnýju, Laugu og Þarfagreini!

Engin ummæli: