9.9.05

Upp er runninn föstudagur. Ákaflega skýr og fagur.

Bölvaður dónaskapur! Á morgun verður bróðir minn, hann Daði 25 ára og kærastinn minn, hann Einar, 26 ára. Við Einar tækluðum áðan pakka fyrir bróðurinn, sem fer til lands elds og ýsu með móðursysturinni sem gisti hér í nótt og á bókað flug heim í kvöld.

Hin gjöfin er hinsvegar meira og erfiðara mál. Ég er ömurleg kærasta! Ég er ekki ennþá búin að kaupa neitt fyrir melinn. Á sama tíma í fyrra var ég komin með silfur ermahnappa með móðurborði og USB cupwarmer af thinkgeek í hendurnar. Ég er bara blanko á hugmyndum. Honum langar ekki í neitt og vantar ekki neitt. Svo keypti hann sér barasta gítar þegar við komum hingað.

Össssssssssss

Engin ummæli: