28.9.05

Ætli kvartsokkar séu Jónínur Ben sokkaskúffunnar?
Það er fátt sem kætir hr. Mon eins mikið og kvartsokkarnir mínir. Þegar hann er að hengja upp á snúru finnst honum mikið fjör að hlægja að því hvað þeir eru litlir, sérstaklega í samanburði við íþróttasokkatjöldin hans, sem drottningin gæti notað sem svefnpoka í neyð. Þá myndi hún að sjálfsögðu velja sokkatjöld úr skúffunni, en ekki óhreinatauinu, enda er það ekki drottningum sæmandi að hafa táfýlu í hárinu. En já. Vissulega eru þeir smáir, enda kvartsokkar. Það þýðir að þeir séu ekki nema 1/4 af hefðbundinni sokka stærð. Þeir eru þá eins og sokkar nr. 9 samkvæmt útleiðslu og útreikningum mínum... Það er ekkert voðalega stórt!

Það gæti líka þýtt að þeir séu gefnir fyrir að kvarta. Ég er ekki viss. Ég tala ekki sokkamál. Kannski eru allir hinir sokkarnir í sokkaskúffunni alveg komnir með nóg af þeim og ætla að kjósa þá af eyjunni við fyrsta tækifæri.

Engin ummæli: