30.9.05

Ísland í Berlinske tiderne
Einn kennarinn okkar kom upp að okkur í frímínútúm og sagði okkur að hann hafi lesið afar áhugaverða grein um Ísland í Berlinske tiderne. Við Einar litum hvort á annað og vorum viss um að þetta væri hefðbundna "Íslendingar eru að kaupa allt þó þeir eigi engan pening" eða eitthvað um sápuóperuna. Svo virtist ekki vera. Hann sagði að hún væri um að Danir gætu lært af Íslendingum og við ættum endilega að kíkja á hana.

Uppfull af þjóðarstolti blæddum við 19 krónum í sjoppukvendi sem lét okkur fá dagbókina í staðin (varla dagblað. Alltof þykkt). Eftir mikið rót og skoð, fundum við dvergagrein þar sem að talað var um að Danir gætu lært að koma hlutum í verk af Íslandi, og svo gátu þeir víst líka lært aðra hluti af Írlandi og Kaliforníu í leiðinni. Þá vitum við það!

Engin ummæli: