22.9.05

Skitur-peysu strákur
Í dag sat fyrir framan mig strákur í peysu sem á var letrað "skíðaferð" upp á dönskuna. Þetta fannst mér svo fyndið að ég átti bátt með að halda niðri í mér hlátrinum í heilar 2 klst. Ekki nóg með það, heldur var skitur-peysu strákurinn víst eitthvað kvefaður. Hann tók reglulega upp vasaklút sem hann svo snýtti sér rækilega í. Þegar allt hor var farið úr nebbanum og á vasaklútinn, setti hann klútinn ofan í vasann aftur. Þetta endurtók hann nokkrum sinnum. Það hefur verið komin alveg væn slumma í vasann hans held ég. Ojjjjj.

Engin ummæli: