20.9.05

//Repost... Finnst þetta meika sense..

Ég var að hugsa.... sumir ávextir eru BRILLIANT í PR starfsemi. Svona sé ég þetta fyrir mér:

Einhverntímann fyrir mörgum árum hefur grænmetið verið vinsælla. Á árlega ávaxtaþinginu var þessu vandamáli varpað fram og rætt frá öllum mögulegum hliðum. Hungangsmelónan, sem var í góðu sambandi við "undirheimana", hafði komið fram með þá hugmynd að grafa undan grænmetinu með vafasömum myndum af gulrótum í slagtogi við nýrnabaunir.
Það var þá sem bananinn stóð upp og kom með tillöguna "food in its own wrapping"!
Í eitt augnablik mátti heyra saumnál detta í salnum. Þar á eftir ómaði allt af skvaldri og andköfum. Appelsínan, sem var fundarstjóri, lamdi í borðið og krafðist þess að fá hljóð í salinn, ellegar yrði að gera hlé á þinginu uns allir hefðu róað sig niður. Eftir að regla hafði aftur komist á þingið kváðu sér margir hljóðs og létu í ljós sterkar skoðanir á þessu máli. Eftir langar umræður var gengið til atkvæða þar sem að "food in its own rapping" tillagan (gælunafn "operation lando") var samþykkt. Uppi var mikið fjaðrafok, þar sem að eplið og peran, auk nokkura annara minna þekkra ávaxta hreinlega neituðu að gangast við þessu. Þingið klofnaði og er enn í dag tvískippt....
Food in its own wrapping varð gríðarlegt succsess og það er einmitt þessari samþykkt að þakka að ég get geymt mandarínur í töskunni minni í dag, án þess að setja þær í poka!!!

Engin ummæli: