26.9.05

"Líta allir Íslendingar út eins og þú?" Spurði einn Kínverjinn mig í kynningavikunni back in the days (nema auðvitað á ensku). Þegar hann sá að ég var hálf hissa á þessari spurningu útskýrði hann frekar mál sitt. "Þú skilur, heima líta allir út eins og ég. Með dökkt ár og brún augu. Eru allir á Íslandi ljóshærðir og bláeygðir?"

Ég sagði honum að það væri nú ekki alveg svoleiðis, en það væru vissulega fleiri ljóskur á Íslandi en í Kína. Þá brosti hann. Þegar við röbbuðum meira saman kom í ljós að hann virtist rugla saman hugtakinu "ljóshærð" og hugtakinu "fegurð". Það tísti í mér í hljóði. Þetta minnti mig á Grikkina í útskriftaferðinni minni í menntó. Þeir eltu okkur út um allt, því að við vorum ljóshærðar og það þótti þeim fallegt. Það var eiginlega hálf creepy.

Þetta hefur sitið svolítið í mér. Ég rifjaði þetta upp þegar ég sá litla strákinn sem er einn af þeim sem kemur til greina sem hinn íslenska piparsveinn (ef hann er sá sem var valinn... djöfull verður hann svekktur þegar hann sér að í hópnum eru 31 árs gamlar kellingalegar kellingar) gefa eftirfarandi lýsingu á draumakonunni sinni (takk veftíví skjás eins):
"Hún þarf helst að vera dökkhærð".

Hmm. Hvað gengur fólki til ef þetta er fyrsta (og jafnvel eina) línan í lýsingu á draumamakanum?

"Sko.. ég veit að þú ert gullfalleg, rosalega gáfuð, skemmtileg, fyndin, nymphomaniac með billjón dollara inni á bankanum. Ég veit að þú hefur öll sömu áhugamál og ég og þér finnst ég æði...... En þú ert bara eiginlega með of ljóst hár. Sorry!"

Engin ummæli: