29.9.05

Loksins kom þessi rigning sem veðurfréttirnar hafa lofað síðustu daga. Þegar ég horfði út um gluggann á strætónum á leiðnni heim úr skólanum, fannst mér eins og ég væri að horfa inn um risa stóra þvottavélahurð. Umferðin fór líka til satans. Ég held að Danir kunni ekkert voðalega vel að keyra í "slæmum aðstæðum".

En já. Gott ég var með regnhlíf. Vont að Einar var ekki með sína. Önnur hliðin á okkur báðum varð hálf blaut. Það var samt voða nice að rölta um í pollunum og hlusta á dropana lenda á regnhlífinni. Mér leið eins og ég væri í tjaldi. Hehh.. kannski var þetta svona big-man-in-a-little-coat dæmi.

Engin ummæli: