13.9.05

Kennarinn okkar í concurrent systems er soddans snillingur. Hann notar allskonar hjálpartæki (neeeei.. ekki þannig!) við kennsluna til þess að útskýra betur hugtökin. Hann er yfirleitt með glærur sem hann leggur ofan á hvora aðra til að sýna mismunandi eiginleika og aðgerðir og svo notar hann ýmiskonar bréfaklemmur, blýanta, litlar pílur og dótarí ofan á glærurnar. Um daginn kom hann t.d. með 2 leikfangalestir og teina með sameiginlegum samskeitum, sem hann lét þær keyra yfir.

Upp á síðkastið hefur hann notað sem dæmi eskimóa sem skríða inn í rosalega þröngt og dimmt snjóhús. Inni í snjóhúsinu er svo krítartafla. Þar sem að snjóhúsið var svo þröngt, geta eskimóarnir annað hvort tekið með sér krít, og krítað númer á töfluna, eða vasaljós og lesið á töfluna. Það er ekki pláss fyrir bæði. Þetta dæmi hefur átt við síðustu 2 tíma.

Í gær hinsvegar, þá var kynnti hann til sögunnar nýja hluti. Að því tilefni tók hann upp venjulega útlítandi krít. "This is a chalk" sagði hann, og krotaði aðeins á töfluna með henni. "But it is also a flash light" sagði hann og snéri henni við og kveikti á einu minnsta vasaljósi í heimi. Hahhaha. Gaurinn actually bjó til krítar-vasaljós...

Engin ummæli: