18.9.05

Innkaupalistinn okkar er í ruglinu. Við erum með svona litla skrifblokk sem við skrifum alltaf niður í hvað okkur vantar. Svo kippum við efsta blaðinu með okkur í búð næst þegar við heimsækjum slíka stofnun. Í dag stendur m.a. Yogi Bear (sem á held ég að tákna Yoggi, sem er jógúrt sem Einar telur hnossgæti mikið og gott) og Jennifer Ashiton (sem á að tákna ashiton til að fjarlægja naglalakk).

Ég býð ekki í hvernig listinn eigi eftir að líta út eftir nokkra mánuði ef þetta er þegar komið út í svona eftir fyrsta mánuðinn.

Engin ummæli: