15.9.05

Heimlich!
Sko. Þetta byrjaði allt með því að ég var að gera grín af semifórum og þá kom Einar og potaði í læra harðsperrurnar mínar. Stuttu seinna kom ég aftan að honum og gerði Heimlich Maneuver (it's not really a maneuver yet.. it's more of a gesture really!). Það var svo fyndið að við hlógum okkur næstum því til dauða. Eftir það upphófst mikill og æsispennandi eltingaleikur þar sem að Einar reyndi að Heimlicha mig og ég reyndi að vera ekki heimlichuð. Á endanum lét ég í minni pokann. Við skulum samt bara segja að ég sé glöð að geta sjálf-heimlichað mig með stól, vegna þess að ég myndi örugglega kafna áður en Einar gæti bjargað mér frá köfnun með sínum heimlich-tilburðum.

Engin ummæli: