25.9.05

Þá hef ég smakkað strút. Hann var bara mjög góður verður að segjast. Internetið sagði mér að strútar væru bestir rare eða medium-rare, svo að ég kryddaði og eldaði hann eins og nautakjöt. Hann kom fínt út. Ég hefði ekki giskað á að það ætti að borða strúta rare fyrir þetta. Hann er náttúrulega fugl helvískur.

Það sem mér fannst áhugavert var að þegar ég leitaði að strútauppskrift með notkun á orðinu "ostridge" (bandarísk stafsetning) fékk ég bara sárafá og algjörlega ónothæf hit. Þegar ég hinsvegar notaði ostrich (sem ég fann út að væri bresk og áströlsk stafsetning) fékk ég fjöldan allann af hittum og gómsætum uppskriftum. Hin hittin voru mikið til fólk sem mjálmaði yfir því að strútaát væru villimannsleg, á meðan að það hámaði í sig þakkargjörðahátíðarkalkún með góðri list eða eitthvað..

Annars..Hehehh..

Engin ummæli: