6.9.05

Ég fór að lyfta áðan eftir skóla. Þetta var í fyrsta skiptið síðan við fluttum út, því ég hef bara tekið brennslu hingað til eins og kjáni. Ég tók bringu, bak, axlir, bi- og triceps. Hálf skelf ennþá í efripart líkamans. It hurts good.

Það voru bara strákar að lyfta. Ekki ein einasta stelpa. Ég hef reyndar aldrei séð stelpu að lyfta þarna. In fact þá hef ég bara séð einu sinni séð stelpu að æfa í öll skiptin sem ég hef komið og þá var hún að labba á hlaupabretti. Samt eru langflestar dönsku stelpurnar allar gífurlega flottar. Þetta þykir mér sérstaklega ósanngjarnt, þar sem að danir éta óhollan mat og drekka mikinn bjór. Ég veit það vegna þess að ég þarf stundum að hafa mig alla við þegar ég er að leita að einhverju hollu. Þegar ég held að ég sé í gúddí, þá er það samt allt fake! Keypti mér t.d. samloku með kalkúnabringu og grænmeti í skólanum um daginn og þá var hún bara allt í einu með remúlaði. Þeir kunna ekki hollt! Meira að segja prótein bars sem er hægt að kaupa í búðunum eru nánast bara sykur.

Síðan að þetta með samlokuna kom fyrir hef fundið mér EAS díler á netinu og búið mér til nesti fyrir skólann.

Kannski eru stelpurnar hérna svona miklar gellur, af því að þær hjóla svo mikið. Hver veit!?

Í dag er annars góður dagur. Ísvélin sem ég keypti mér er tilbúin til þess að mala fallega þegar okkur hungrar aftur og búa til ís úr innfluttu Splenda (Palli var svo yndæll að taka með sér splenda frá Íslandinu, en það fæst ekki hér sökum þess að það er Amerískt eða eitthvað) og öðru góðgæti. Mmmmmmmtilhlakk!

Engin ummæli: