30.9.05

Ég fatta ekki alveg þráhyggju karlmanna á brjóstum. Ætli naut skoði júgur á beljum með girndar augum..? Varla.

Annars fer nammidagur að líta dagsins ljós. Nammidagurinn á morgun mun fara að miklu leiti í hópverkefni og því verður ekki hægt að skreppa í candy megastore og fylla á byrðirnar. Meðalferð í candy megastore virðist endast 2 nammidaga.

Ljósið í myrkrinu er að hann Viggi, sem var með okkur í HR, ætlar að koma í heimsókn í kvöld. Hann kemur að öllum líkindum með sambólakkrískonfekt með sér........ Mmmmmmmmmjá. *ræskj* Ég meina. Ljósið er auðvitað að Viggi er að koma í heimsókn! Lakkrískonfektið er bónus!

Engin ummæli: