21.9.05

Ég eyddi góðum 20 sekúntum í að troða eins miklu poppi upp í mig og ég mögulega gat komið fyrir í munninum. Svo pikkaði ég stolt í helminginn og sýndi honum. Ég held að honum hafi líka þótt mikið til þess koma.

Annars gæti þetta verið verra. Ég man þegar ég var tvítug og var í flugvél á leiðinni til Íslands frá USA. Bróðir minn, 21 árs gamall á þeim tíma, sat við hliðna á mér. Ég var að lesa og láta mér leiðast þegar hann pikkaði í mig. Þegar ég leit upp, sá ég að hann hafði troðið puttanum á sér eins langt upp í nef og hann mögulega gat. Ég er ekki að ýkja, hann var kominn upp að kjúku. Þetta gerði þessi elska bara til að skemmta mér!

Bróðir minn hefur annars gert margar merkilegar uppgvötvanir. Ein, sérstaklega góð er að ef þú þefar af puttanum á þér áður en þú kemur við fólk eða heilsar því, vill það sem minnst koma við þig og finnst þetta hið ógeðslegasta mál einhverra hluta vegna. Ég ráðlegg ykkur að prufa þetta bara upp á funnið. Auðvitað þurfið þið ekki að þefa svo fast af puttanum að hann endi svona á kafi uppi í annari nösinni.... Þið finnið einhvern milliveg!

Engin ummæli: