18.9.05

Það erfiðasta við að kaupa nýjan laptop, er að ákveða hvað hann á að heita......
Dell maðurinn mætti á pallinn hjá okkur með nýju laptopana okkar á föstudaginn. Þeir eru fallegir og sætir og ljóma eins og sólin eða ég á nammidögum.

Við drifum okkur í að rífa þá upp og koma því svo fyrir að það mætti kveikja á þeim. Þeir störtuðu að sjálfsögðu upp í Windows XP, með tilheyrandi óhljóðum og overkill fallegheitum. Svona upp á funnið, ákvað ég að sjá hvað það væri mikið pláss á disknum hjá mér þegar aðeins windows væri installerað og sá þá, mér til mikillar óánægju að dell fólkið hafði óvart látið okkur BÆÐI fá 60 GB diska í stað þeirra 80 GB sem við pöntuðum og jú, borgðuðum fyrir. Öll daðurstilbrigði við nýja bjútíið verða því að bíða fram yfir helgi, eða þangað til að ég er komin með nægilega feitan disk. Þá ætla ég að strauja hana og frelsa hana í open source heiminn... Vá hvað hún á eftir að verða hot þegar hún er komin í Ubuntu..

Engin ummæli: