20.9.05

Endalaus hamingja...
Þetta er fyrsta færslan sem ég skrifa á nýja bjútíið, hana Petru (komin með nafnaþema). Ég var rétt í þessu að klára að setja upp á hana linux og hún er voða sæt. Hærri upplausn og hvaðeina.

Það er reyndar ekki eina gleðin. Upp á síðkastið hefur verið svolítið um gestagang hjá okkur, en Palli, Ösp og nú síðast Vala hafa öll heimsótt okkur. Við héldum að nú myndum við ekki fá neinar heimsóknir fyrr en upp undir jól, en það er allt að breytast! Mamma og pabbi, tengdó og Maggi hafa nú öll boðað komu sína í október

Haustfríið okkar verður endalaust kúl. Á sunnudeginum kemur Maggi til okkar og fer svo samferða okkur til Vínarborgar á mánudeginum. Við lendum svo aftur í Köben kl. 11 á fimmtudags morguninn og bíðum á flugvellinum eftir tengdó sem lenda tæpum 2 klst seinna. Þau verða svo hjá okkur það sem eftir lifir af haustfríinu.

Engin ummæli: