28.9.05

Einhver maður káfaði á lærinu á mér í strætó um daginn og horfði svo á mig með álkulegum/pervertískum (er ekki viss hvort) svip þegar ég kippti löppinni að mér. Ég er ekki ennþá viss um hvort að það hafi verið óvart eða hvort hann sé einn af þessum leynilegu dönsku strætópervertum sem eru svo rosalega leynilegir að ég hef aldrei heyrt á þá minnst.. Spurning um að hringja í Rebba og Dönu.

Annars var bio-informatics gaur gestafyrirlesari hjá okkur í síðustu viku. Um hornhimnuskanna á flugvöllum hafði hann þetta að segja:
"Ég myndi ekki vilja vera skotinn í augað með lazer, af forriti sem keyrir á Windows".

Ótrúlegt. Það er eins og ég sé í öðru landi (well duh. En ég meina ennöðru). Það er eins og ég sé í dreifðum kerfum (vorönn '04 í HR) all da time. Ég fer næstum því ekki í þann tíma, þar sem að það kemur ekki a.m.k. einn brandari um Gates og félaga og þar sem að ég þarf að setja upp regnhlíf til að forðast að fá slettur á mig eftir að nördarnir í fyrirlestrasalnum fá raðfullnægingar í miðjum hlátursköstunum sínum.

Engin ummæli: