22.9.05

Í dag kom yndælis póstmaður með feita pöntun frá Amazon. Ég var ekki fyrr búin að skrifa upp á hana, en Einar kom heim af pósthúsinu með 2 flakkara sem höfðu komið í gær á meðan við vorum í skólanum. Það tísti í gömlu konunum á neðstu hæðinni. Þær eru hressar. Þær standa oft úti á gangi og spjalla saman. Stundum á náttkjólunum.

Ég á allavega núna The Cartoon history of the universe: I, The Seventy Great Mysteries of the Ancient World: Unlocking the Secrets of Past Civilizations og Change your life in 7 days.

Við keyptum svo fyrir okkur bæði dansk-enska og ensk-danska orðabók og Low fat meals in minutes.

Einar fékk sér svo 3 bækur líka.

Synd að lazer prentarinn okkar og 80 GB diskarnir (sem eiga að koma í dag held ég) komu ekki á svipuðum tíma. Þá hefðu gömlu konurnar örugglega endanlega sprungið úr hlátri.

Engin ummæli: