12.9.05

Áðan brugðum við okkur út í búð(ir). Helmingurinn hló svo mikið af fótfimi minni þegar ég dansaði tignarlega niður stigann, sökum sárustu vöðva hérna megin við Ishoj Bilka, að hann kafnaði næstum því. Reyndar hafði hann hlegið að mér stuttu áður þegar ég hafði sitið í sófanum mínum með Emmu í fanginu nógu lengi til þess að gleyma því að ég væri ekki lengur með fullstarfandi fætur. Ég hafði sökkt mér niður í fillets leikinn (Ubuntu fólk: Synaptic Package Manager - fillets-ng og fillets-ng data) og ekki hlýtt fyrstu 10 - 15 "jæja, eigum við að fara að drífa okkur út í búð" köllunum hans. Ég spratt á fætur, hljóp yfir alla stofuna og ætlaði að knúsa hann honum til huggunar, en fæturnir gátu engan veginn borið mig. Ég hoppaði á fætur og þegar ég hafði hlaupið nokkur skref tók við slíkur sársauki að fæturnir algjörlega gáfu sig og ég hrasaði á hann með opna arma.

No pain no gain......

Engin ummæli: