11.9.05

Í búningsklefunum fyrir íþrótta-aðstöðuna í skólanum er svo vinalegur spegill. Þetta er svona skinny spegill. Það sem meira er, þá er lýsingin líka vinaleg! Ef ég stend á nærfötunum og skoða mig í vinalega speglinum í vinalegu lýsingunni, þá sé ég geðveika definition á magavöðvum, upphandleggsvöðum og lærvöðvum. Þá lít ég út fyrir að vera megach1x0r með mega magavöðva.

Ef ég er vappandi um á nærbuxunum heima og stoppa til þess að skoða mig í speglinum (sem ég keypti og setti upp nota bene. Hann ætti að lúta vilja mínum!), þá lít ég ekki út fyrir að vera megach1x0r með mega magavöðva. Eiginlega þvert á móti!

Þetta er samt ansi sniðugt trix. Hvetjandi að fara í ræktina til þess að geta dáðst að mér í nærfötunum í vinalega speglinum með vinalegu lýsingunni eftir átökin....

Engin ummæli: