1.7.05

Myndablogg


Þetta er Raven. Hjónin sem ráku munaðarleysingjahælið kölluðu hana reyndar Dönu, en fyrst að fólk sem þekkti hana ekki taldi sig geta gefið henni nafn, hlaut hún að geta það líka sjálf. Hún hataði líka fólkið. Hún hataði allar óteljand og ströngu reglurnar þeirra og refsingarnar og höggin sem fylgdu ef hún fór ekki eftir þeim. Hún hataði erfiðisvinnuna sem hún þurfti að vinna á hverjum degi og að þetta væri eina lífið sem hún hafði kynnst.

Þessvegna drap hún þau í svefni þegar hún var 10 ára. Síðan eru liðin 8 ár. Hún hefur þvælst um með strák af sama munaðarleysingjahæli og þrátt fyrir að hann hagi sér oft undarlega hefur þeim komið ágætlega saman. Henni er ennþá illa við reglur og fólk sem sér um að þeim sé framfleitt. Henni er líka ennþá illa við að vera sagt fyrir verkum. Raven finnist auðvelt og þægilegt að læðast óséð meðfram veggjum og best að vera látin í friði, en fólk sem talar við hana er þó almennt jákvætt í hennar garð.

Ég var að kynnast henni í dag og ég er það. Það verður gaman að sjá hvaða ævintýrum við lendum í!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Engin ummæli: