4.7.05

Ég gerði afskaplega lítið um helgina. Alveg afskaplega. Jú! Ég bauð helmingnum út að borða á föstudaginn. Það er eitthvað svo voðalega velmegunarlegt að kaupa rauðvínsflösku sem kostar jafn mikið og þríréttuð máltíð. Meira að segja sérstaklega velmegunarleg máltíð to boot! Humarsúpa, piparsteik (tja.. eða lambalundir for that matter) og eplakaka með ís og ávöxtum.

Ahhh.. Ég elska þriggja rétta, 3900 króna matseðilinn á Rauðará!

Við kíktum svo á tónleikana í Hljómskálagarði. Komum aðeins eftir að það hafði verið tilkynnt að Mínus hefði forfallast (hmm.. þegar ég var í grunnskóla var orðið "forfalluð" notað þegar stelpur voru á túr og komust ekki í leikfimi. Í menntó var enginn slíkur munaður!), svo við stóðum hríðskjálfandi fram eftir öllu að bíða eftir þeim. Svo kom gaurinn og tilkynnti síðustu hljómsveitina sem var óvart ekkert mínus. Helvítis.

Engin ummæli: