5.7.05

Ég er skráð á Orkut. Þar er ég merkt sem committed, en einhverra hluta vegna er alltaf nóg um erlenda karlmenn í grænum sokkum þarna engu að síður. Eftir svolítinn tíma ákvað ég að smella ekki lengur á "no" við friend requests ókunnugra, heldur sjá hvað ég gæti safnað mörgum gaurum sem ég þekkti ekki shift á "Waiting your approval" listann minn. Nú er svo komið að ég þarf að scrolla í góðan hálftíma áður en ég kemst niður að profile-num mínum. Þar er gjarnan að finna tilkynningu um ný skilaboð, sem eru allt frá hroðalega illa þýddri íslensku-í-gegnum-on-line-translator og yfir í "Ég keypti suðurhafseyju bara handa þér og mér..".

Ég hálfpartinn vorkenni útlenskum gaurum yfir því hvað er lítið af íslenskum fljóðum. Ætli þetta sé eitthvað stöðutákn t.d. í Brasilíu? Benz, rolex og íslenskur kvenmaður..

Engin ummæli: