4.7.05

Einhverntímann ætla ég að gerast einkaþjálfari í líkamsræktarstöðvarmerktum bol, bara svo ég geti labbað um og sagt fólki til í ræktinni án þess að það verði móðgað (reyndar veit ég ekkert hvort það yrði móðgað núna, hef ekki þorað að prufa).

Við stelpuna á "stigvélinni":
Lækkaðu hraðann og slepptu höndunum alveg af græjunni. Þú brennir miklu minna á að hanga svona fram á helvítis vélina kona!

Við miðaldra manninn með þungu bicep-curl lóðin: Lækkaðu þyngdina og gerðu þetta rétt maður! Þú rústar á þér bakinu með þessum rosalegu rykkjum og æfir bicepana ekkert betur. Prufaðu líka einhverntímann að þjálfa AÐRA vöðva.
(Gæti samt enn ekki sagt: Fáðu þér líka nýjar stuttbuxur. Það vill enginn sjá útlínur af 50 ára gömlu slátri í gegnum hjólabuxur. Gæti heldur ekkert sagt við fröken "búin að missa 10 kíló og er þessvegna í hjólabuxum og topp, þó ég eigi ennþá laaaangt í land").

Við pæjuna með handlóðin:
Hvað HELDUR þú að þú sért að græða á því að nota 1 kílóa lóð? Þú getur alveg eins verið heima hjá þér að lyfta fjarstýringunni.

Við Bold and the beautiful klíkuna
Ladies, ladies, ladies.. Hvað eruð þið að furða ykkur á að þið grennist ekkert þegar þið komið 3x í viku í ræktina og labbið á 5 km hraða yfir einum Bold and the beautiful þætti? LEGGIÐ SMÁ PÚÐUR Í ÞETTA!!

Við 20 ára strákinn í bekkpressunni:
Það skiptir ekki shit máli hvað þú getur tekið í bekkpressu EINU SINNI. Andskotinn ef þú heldur að þú verðir miklu meira buff á því að hlaða á stöngina, ná að lyfta henni einu sinni og skíta næstum því í brækurnar og bíða svo í 20 mínútúr þangað til að þú ert hættur að sjá stjörnur til að endurtaka leikinn. Lækka þyngdina og taka fleiri reps!!

Við allskonar fólk:
Það er ekki nóg að vera í klukkutíma í ræktinni ef þú gerir ekki neitt allan tímann, annað en að labba um og horfa á klukkuna! Þá væri miklu betra að vera bara í hálftíma og taka almennilega á.AAAAAhhhhhhh....

Engin ummæli: