28.6.05

Veivei. Diskurinn kom svo í gær! Góði maðurinn í @tt sendi mér sms um leið og hann kom í hús, svo ég náði honum fyrir lokun. Ég var búin að skrúfa alla Emmu í sundur og blása úr henni allt rykið (auðvitað keypti ég líka loft í brúsa. AUÐVITAÐ. It's the little things in life) og ekki ennþá búin að finna hvar diskurinn ætti að vera. Ég endaði á að hringja í Palla og spyrja hann hvort hann hefði skipt um disk í lappa og hann kom keyrandi á fullu spani, beint úr reikniritaprófi mér til aðstoðar. Við Palli snérum Emmu á alla kanta í leit að diska-slotinu og eftir svona korter þá fann hann það á hliðinni. Þurfti að spenna part upp með skrúfjárni og allt til að ná til hans.

Auðvitað var Palli rétti maðurinn til að hringja í. Ekki bara fann hann út úr þessu diskaveseni fyrir mig, heldur er hann líka eini gaurinn sem ég þekki sem er með Gentoo disk á sér að staðaldri. Þetta er reyndar ekki alveg búið, en Einar ætlar að hjálpa mér með uppsetninguna í kvöld.

Engin ummæli: