29.6.05

Varúð: Nördapósk
- If it moves, compile it!

Ég ákvað að vera voðalega dugleg og setja bara linuxinn minn upp sjálf. Ákvað að ég myndi læra mest á því. Ég prentaði út leiðbeiningar, bootaði upp á disknum sem Palli lét mig fá, bjó til partitionin, mountaði, downloadaði, af-taraði.. you name it. Svo þegar það kom að því að compile-a kjarnan komu einhver undarleg villuboð. Eftir að hafa spjallað við Bænarí í síma og hann átti erfitt með að staðsetja vandamálið þannig, lokaði ég augunum og byrjaði upp á nýtt. Á sama stað kom sama vandamál. Ekkert smá anti-climatic.

Þegar ég var farin að panikka og halda að ég væri ekki nógu mikið alpha nörd til að vera hleypt inn í klúbbinn, kemur í ljós að ég var með disk frá því fyrir frönsku byltinguna og leiðbeiningarnar sem ég var að nota áttu bara ekki aaaalveg við hann. Einar minn kom til bjargar eins og oft áður og það eru allar líkur á að ég fái loksins Emmu með gentoo og 80G hörðum disk í kvöld.

Note to self: Muna samt eftir því að mæta í saumaklúbb.

Engin ummæli: