23.6.05

Súmmeríng
Þegar ég byrjaði að Óskímonast, þá voru
- 98% heimsókna frá windows stýrikerfi og
- 95% með IE browser.

Síðustu mánuði hafa að meðaltali
- 92% gesta verið með stýrikerfi frá windows (þar á meðal 3% með 98, sem er eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af) og.. *trommusóló*
- 59% með IE browser!

Eftir að gamli naggurinn dó (fyrir svona 2 - 3 árum) fækkaði heimsóknum til mín um svona 50 á dag, en hefur haldist nokkuð stöðugur síðan þá.

Nú kommentar náttúrulega mjög lítill hluti af þeim sem heimsækja mig, svo ég er að velta því fyrir mér hvort að hægt og rólega hafi "eðlilegt fólk" að vera að detta út og nördar komið í staðinn fyrir það, eða hvort að eðlilega fólkið sé að stórum hluta farið að nota aðra browsera.

Engin ummæli: