5.6.05

Myndablogg


Ég elska að panta bjór á veitingastöðum hérna. Ég er alltaf beðin um skilríki af þjónunum, sem gapa svo yfir ökuskírteininu mínu, eins og að það sé síðasti leiðarvísirinn on the path of ilumination. Eftir smá hik, biðja þeir mig svo um hjálp við að afkóða þetta. Einn spurði mig meira að segja hvort þetta þýddi að ég væri 22ja. Ég ota alltaf drullugum puttum að dagsetningunni og segi "day, month, year". Þá ljóma þjónarnir og þeim finnst veröldin aftur meika sense.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Engin ummæli: