22.6.05

Hérna... bankar?

HÆTTIÐI AÐ HRINGJA Í MIG!! Þetta er orðið alveg ágætt sko. Ekkert smá áreiti sem nýsteiktir háskólastúdentar þurfa að þola. Svo virkar heldur ekkert að segja nei takk við þá. Þeir bara tala og tala og tala.

*gripið inn í mitt samtal*

Ég: ...en ég er með viðbóta lífeyrissparnað...
Hann: Já, en viltu ekki vera með viðbóta lífeyrissparnað hjá OKKUR? Við erum með munn og nef og olnboga og tær og blablablablablablabla....

*Korteri síðar*

Ég: Ég var að hætta viðskiptum við ykkur í gær. Ég var ekki sátt þar. Ég vil ekki skipta aftur til baka.
Hann: ...og eyru og hné og lifur og kálfa og blablablablablablabla....

*Seinna...*

Ég: ..en.. en.. ég er að fara í meira nám til útlanda í haust. Það verður hvort eð er enginn peningur til að leggja inn.
Hann: ...og milta og fingur og nafla og rass og blablablablablablabla...

*Ennþá seinna..*

Ég: *Hugs >> Hmm.. Ætli hann myndi taka eftir því ef ég legði símann frá mér..?

*Miklu seinna...*

Ég: *Hugs >> 10 grænar flöskur... hangand'uppá vegg. 10 grænar flöskur.. Hangand'uppá vegg og ef að EIN græn flaska.. dettur niðrá gólf þá eru 9 grænar flöskur.. hangand'uppá vegg...*

*Svo mikið seinna að það er orðið fyrr!*

Ég: *gríp fram í* Heyrðu! Þú gætir kannski frekar selt mér líf- og sjúkdóma tryggningu.
Hann: Ha? Nei. Við seljum ekki svoleiðis.
Ég: Ó. Ég held nefnilega að ég sé að fá heilaæxli.


Nei. Reyndar ekki. En ég HEFÐI átt að segja þetta.

Engin ummæli: