22.6.05

Have you ever danced with the devil in pale moonlight?
Tja.. ekki Batman..
Við Palli skelltum okkur í sund, fengum okkur semi-ekki-óhollan ís og fórum svo á Batman Begins í bíó.

Nú gæti ég verið rosalega neikvæð og sagt eitthvað eins og "Á hverju/hverjum/hverri var sá sem valdi nýju 12 ára vælukjóa kærustuna hans Tom Cruse í hlutverk Hotty McSaksóknara?", en síðustu færslur hafa verið nokkuð bitrar, svo ég held aftur að mér.

Mér finnst þessi Batman AWSOME (With out me, it's just awso). Gamli Batman er orðinn einhver sem berst við rauðhærða gaura í grænum hjólasamfestingum útötuðum í spurningamerkjum. Oh wait. Hann var það alltaf, svo hann er ennþá awsome. Með litlum stöfum samt til að skipta þessu eitthvað upp.

Tók enginn annar eftir mun á öllu "morði foreldra hans" dæminu á milli mynda? *Bang* Furðulegt.

Þessi mynd gaf mér eitthvað kikk. Fá loksins að halda með verunni í myrkrinu. Hvernig væri ef einhver gerði reverse hryllingsmynd, þar sem að maður fylgdist allan tímann með uppvakningnum? Tja.. sure.. hann væri kannski ekki maður margra orða, en það sem hann skortir í gáfum og liðleika myndi hann algjörlega bæta upp fyrir með góðu viðhorfi. Gefst aldrei upp! Það er lexía þar sem læra má! Yup.

Það eina sem þyrfti að passa upp á, væri að láta ekki sama crew og tók upp Hulk sjá um gerð myndarinnar, þar sem þeir eyddu sínum fókus í að einblýna á innri baráttu græna skrýmsisins. Hvað er það?? Hvernig er hægt að klúðra mynd um grænan, stökkbreyttan mann sem er ógeðslega reiður og hefur átt comic book í mörg ár? HVERNIG? Ég skal segja ykkur það! SVONA!

*ræskj* Já.. ekki bitur færsla sagði ég.

Hvolpar, regnbogar, sóleyjar og 80 gígabæta harðirdiskar fyrir laptoppa. Svona. Lagaði þetta. Ég hef aftur náð balance!

Engin ummæli: