29.6.05

Í gær sá ég smá part af Íslandi í dag. Þar var hún Andrea Róberts!! (lagaði) að spranga um niðri í bæ og spurði svona fólk á förnum vegi í leiðinni um hvað þeim þætti um fréttafluttning DV og Hér & nú síðustu daga.

Öllum þótti fréttamennska þessara snepla ómerkileg í meira lagi. Svo þegar þessi fyrrverandi fegurðardrottning (heh. Hljómar eins og hún sé ljót núna, er það ekki?) spurði sama fólk hvort það læsi þessi blöð, þá voru alveg nokkrir sem sögðu já.

Eh. Það er einmitt ástæðan fyrir því að svona sori er birtur! Fólk eins og ÞIÐ sem kaupið og lesið þetta you wankers!

Sjálfri þykir mér þetta vera komið út í vitleysu, þegar ritstjóri Séð & Heyrt fordæmir (í Fréttablaðinu í gær) sorpblaðamennskuna og tekur fram að honum þyki það virkilega leitt að Séð & Heyrt sé sett í flokk með "þessum blöðum". Þetta er svo mikill sori að Séð & Heyrt vill ekki hanga með þeim!

Munurinn er reyndar sá, að á 10 ára ferli hefur Séð og Heyrt aldrei verið kært. Þar á bæ hringja líka stórstjörnur eins og Fjölnir beint í ritstjóran og tilkynna að nú séu komnar hænur á sveitabæinn þeirra.

Engin ummæli: