28.6.05

Í gær, þegar öldurnar af drasli skullu á mér inni í herberginu mínu, greip mig einhver geðveiki. Í staðinn fyrir að rífa mig á fætur og róa, þá virðast sírenurnar sem fela sig í fötunum á gólfinu hafa ákveðið að tæla mig til drukknunnar. Ég reif allt út úr skápnum mínum og hóf fanatíska sorteringu.

eiga - gefa - eiga - eiga - gefa.

Öll föt, sama hversu glæsileg þau eru, skulu lenda í gefi hrúgunni ef ég hef ekki klæðst þeim síðasta árið. Þau fínustu fara inn í skáp í listaherberginu mínu, þar sem að kvenmönnum mér tengdum mun gefast kostur á að eignast þau áður en þau fara í fatagáminn hjá Sorpu.

Eins og er (og ég er ekki hálfnuð), þá er ég komin með 17 pils aftur inn í skáp. Jámm. 17 pils sem ég klæðist reglulega. Sjís. Og ég er alltaf í bara einu í einu!

Mér til mikillar furðu, þá hef ég einnig rekist á 4 portkonu-kjóla sem hafa falið sig í einhverju horninu í skápnum í gegnum síðustu fatasorteringar. Þið vitið, þessir ósiðsamlega stuttu og þröngu sem ég skemmti mér í sem barn (16 - 17 ára). 3 fóru beint í gefi-pokann (ekki gefi-skápinn) og einn fór í lingerie skúffuna mína og flokkast nú sem erótísk undirföt sé hann sameinaður með læraháum nælonsokkum eða sokkaböndum. Hvernig ég gat sprangað um í þessu á skemmtistöðum er mér algjörlega fyrirmunað að skilja. Tja. Ég var að vísu mjó og 16! I'll give me that!

Engin ummæli: