24.6.05

Ég á ógeðslega fína, nýja tösku. Þið vitið.. svona stelputösku sem sumt fólk kallar veski. Þetta er samt ekkert veski. Veski eru lítil og geyma peninga, kredit kort og sundklippikort.

Taskan sem ég nota mest er orðin svo voðalega þreytt greyjið að það er alveg kominn tími til að leggja hana til hvíldar.

Vandamálið er að nýja taskan mín er minni en þessi gamla. Hér vandast málið. Mér er það gersamlega fyrirmunað hvernig ég gæti mögulega lifað án þess að hafa gsm síma, seðlaveski, lykla, iPod mini, iPod mini hlaupaól, minnislykil, 1/2 vatnsflösku, pillurnar mínar, penna, box með CLA og öðrum fæðubótaefnum, gleraugun mín og neyðarmálningadót á mér at all times (þetta eru þó bót í máli frá því að ég komst ekki heldur út úr húsi án þess að hafa stressbolta, lítinn gorm og sápukúlur á mér). Þess ber að geta að það sem ég taldi upp eru þeir hlutir úr töskunni minni sem mér finnst mega missa sín. Ég minntist ekkert á hælsærisplástra, neyðar-próteinbar og allt hitt. Ekki nema von að Einar kalli töskuna mína "bag of holding".

Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að raða þessu öllu í nýju, fínu töskuna, en það var enginn tengingur. Einhverjar hugmyndir??

Engin ummæli: