10.6.05

Ég er komin heim í heiðardalinn með slitna skó - og þó! Henti eina slitna aumingjans parinu úti í Ameríkunni. Kannski eru krókódílarnir komnir í þau núna. Eiga það líklega inni hjá okkur elsku skinnin.. fyrir öll.. skinnin þið vitið!

Það er margt gott í Bandaríkjunum. Þar má t.d. beygja til hægri á rauðu ljósi, þar eru pappírshlífar á hverju almenningsklósetti (placebo. Eins og þetta af-sýkli þau eitthvað), þar er hægt að fylla bíl af bensíni fyrir 1500 kall og svo ég tali nú ekki um undrin og stórmerkin sem Walmart er. Í Walmart má t.d. kaupa bubblewrapper í rúllum á spottprís. Herregud. Uppskrift af undursamlegu laugardagskvöldi.

Ég var annars ekkert að djóka þegar ég sagðist hafa keypt fullt. Blind, hauga, rúllandi fullt! Kona er gífurlega rík í outletum í brandararíkjunum þegar dollarinn er í sextíuogeitthvað.

En já.. Þið eruð flest orðin vel þroskuð... eins og... ostar og ég ætla ekki að hlífa ykkur um of. Það eru líka vondir hlutir í Ameríkunni. Þar sem ég var, töluðu til dæmis allir upp til hópa spænsku, sem ég hef aldrei lært. Þegar við vorum í Sea World að horfa á sýninguna hans Shamu, þá var tekin frá smá partur í byrjun sýningar þar sem fólk klappaði og öskraði fyrir hetjum landsins, hermönnunum. Við klöppuðum ekki, þar sem að eh.. við erum hrokafullir Íslendingar. Kallinn fyrir aftan blótaði okkur í sand og ösku fyrir að sýna ekki þakklæti (hélt reyndar líklega að við værum bandarísk, helvítið). Það gerði okkur viss í þeirri sök að þetta væri rétt ákvörðun. Annað sem er ekkert sérstaklega gott eru þessar klukkutíma biðraðir í að fá að gegnumlýsa farangurinn sinn á flugvöllunum.

En já. Anywho. Segi meira einhverntímann seinna, þegar ég hef ekki vakað í sólahring.

Engin ummæli: