26.6.05

Ég er búin að velta því mikið fyrir mér upp á síðkastið hvað það væri sniðugt að fara að ganga með sokkabrúðu á sér að staðaldri. Sokkabrúðan yrði að sjálfsögðu að hafa skrækari rödd heldur en þú, svo að greina mætti hvor ykkar væri að tala. Brúðan tæki svo að sér að segja allt það dónalega og rætna sem þér dettur í hug, en kannt ekki við að láta frá þér. Þá yrðu alltaf allir rosalega pissed út í sokkabrúðuna, en þú myndir sleppa!

Helvítis drullukuntubeljurnar ykkar!

HVað.. þetta var ekki ég! Þetta var sokkabrúðan.....

Engin ummæli: