15.6.05

Úúúúúúfff og oj.
Ég setti loksins upp sæta krílið mitt, hann iPod mini og bjó til möppu á hann sem heitir "Gym Music". Í þessa möppu setti ég bara metal tja.. og Guano Apes.

Í morgun, vaknaði ég svo fersk og fín (*hóst* Reyndar ekki, ég vil bara frekar passa í fötin mín heldur en að sofa einum og hálfum tíma lengur á morgnana), hélt í ræktina, klifraði á eina brennslugerðar vélina og hóf klukkutíma tilraun til sjálfsmorðs. Með metalinn í eyrunum puðraði ég mér svo mikið áfram, að ég var farin að fara ískiggilega oft yfir hámarkspúls. Helvítis pípið í púlsmælinum truflaði metalinn, svo ég slökkti bara á úrinu (rökrétt..? hehe) og hélt áfram á sama full throttle og áður, en nú án þess að pípt væri á mig þegar ég var að fara yfir tvöhundruðin.

Eftir þessar aðfarir var ég svo rennandi, að ég var eins og ég hefði farið aftur í vatnsrússíbanann í Sea World. Hmm. Ég get gert betur en þetta. Leifið mér að reyna aftur!

Eftir þessar aðfarir var ég svo rennandi, að ég var eins og middle class húsmóðir á Barry Manilow tónleikum. Ég náði samt einhvernveginn að synda inn í búningsherbergi, strippa og labba að sturtunum.

JÁJÁ!! Frábært að hafa EKKERT kalt vatn í sturtum á svona augnabliki. Hefði skort heita vatnið hefði ég bara látið mig hafa það, en ÁI! Ég get alveg sagt ykkur það, að það var yndislegt að klæða sig aftur í rennandisveittan íþróttagallann og keyra heim til sín í sturtu á svona augnabliki.

Engin ummæli: