22.6.05

Þeir selja skóflur, garðdverga, borvélar, trampolín, allskonar nammi og snakk, frosnar pizzur, peysur, óteljandi tegundir af kökum... Vá. Það er hreinlega allt til í Europris. - Or is there?

Ég skrapp þangað núna í hádeginu til þess að kaupa mér 1/2 gróft brauð og kjúklingaskinku. Þetta er friggin' huge búð, svo ég leitaði hátt og látt en fann þetta hvergi. Ég fann hinsvegar allt annað (og get nú gefið ykkur upp nákvæma staðsetningu Emilíu Arehart). Þegar ég hafði leitað frá mér allt vit, spurði ég kassadömuna hvar venjulegt brauð (voru til allskonar aðrar týpur) og álegg væri að finna. Svarið kom:

"Við seljum ekki þannig".

Ó. Kay.

Europris selur sem sagt ALLT nema brauð og kjúklingaskinku. Meikar sense.

Engin ummæli: