26.5.05

Vá. Þetta á eftir að verða rosalega langur vinnudagur. Ég hlakka svo voðalega til að tíminn á eftir að líða (sjá kenningu mína hér neðar á síðunni) eins og ég sé með rosalega hraða internet tengingu. Ef ég ætti að miða tilhlökkun mína við eitthvað myndi ég segja að ég hlakkaði til eins og feitur krakki á leiðinni á McDonalds.

6 klst to go. Það er, merkilegt nokk, um það bil 2 klst undir þeim tíma sem við Einar munum eyða í flugvél á morgun.

Ég veit ekki alveg hvort að það sé hægt að senda MMS úti. Ég er búin að finna símafyrirtækið sem ogvodafone mælir með til slíks brúks, en svo er bara að sjá hvort að þetta gangi upp. Ef ekki, þá heyrið þið, mín kæra hirð, líklega ekki í mér frá föstudeginum og fram að 10. júní.

*hugghugg*

Engin ummæli: