17.5.05

Því meira sem ég velti því fyrir mér, því meira geri ég mér það ljóst að snákar eru fremur litlir og feitir, heldur en langir og mjóir. Þeir labba bara á hlið. Snákar eru dularfullir. Ég hef furðað mig á því hvernig snákar geti kúkað. Snákar eru í rauninni bara hné. Það er eitthvað rangt við að kúka með hnénu á sér.

Snákar eru þó með sanni undursamlegar verur. Þeir gefa okkur stígvél og töskur á sama hátt og fólk vill meina að svínin og nautin "gefi okkur" kjöt. Persónulega stór efast ég um að það sé gjafmildi búfénaðarins að þakka að við höfum aðgang að kjöti, ull og mjólk. Ég held, svona eftir á að hyggja að Ísakskólakennarar hafi logið að mér through song! (I hate it when people do that).

Engin ummæli: