17.5.05

Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég ætti bara að gefast upp og fara að taka strædó. Ekki nóg með að það kosti alveg ógeðslega mikið að eiga og reka bíl, heldur þarf ég að deila götunum með fólki sem er ekki hæft í að sitja undir stýri á svo mikið sem sparkbíl!

Ég ætla að verða fyrsta manneskjan á Íslandi til að kaupa mér flugbíl. Þá get ég flogið rétt fyrir ofan alla fávitana og prufað landamæri góðmennsku minnar aftur með því að skyrpa ekki.

Engin ummæli: