6.5.05

Stundum getur kona ekki gert annað en gapt út í loftið í algjörri undrun...

Eftir að hafa eytt eins og svona 20 klukkutímum samtals (með lærdómi fyrir 15% verkefni, tvö 20% krossapróf, lokapróf og plús allur tími sem ég eyddi í fyrirlestra sem ég mætti í), í að læra fyrir viðskiptafræðifroðufagið mitt (sem er víst með þeim erfiðari í viðskiptafræðinni). Já! Eftir að hafa haldið að ég myndi nú örugglega ná þessu fagi.. stend ég uppi með fjórðu hæðstu lokaeinkunnina af þeim 126 manns sem náðu prófi.

What...
The...
Fuck?

Já. Ég held ég sé hér með alveg tilbúin til að skrifa það með blóði, þó svo ég eigi það á hættu að móðga fallega fólkið, að viðskiptafræðin sé MIKLU léttari en tölvunarfræðin.

Engin ummæli: