24.5.05

Í ljósritunarherberginu í HR er stórt plaggat sem á stendur "Ljósritaðu með Leyfi". Ég fór að velta því fyrir mér hvað það væri ógeðslega fyndið að neita að ljósrita nema að hafa einhvern sem héti Leifur við hliðina á sér. Ég veit t.d. um einn froðufagskennara sem heitir Leifur. Ég er viss um að hann hefði orðið glaður hefði ég sótt hann og dregið inn á bókasafn þegar ég þurfti að ljósrita.

Engin ummæli: