6.5.05

Langamma mín dó í gær. Hennar tími var kominn. Hún var að verða 101 árs gömul, sem er mun lengri tími en flestir fá að lifa á þessari jörðu. Hún var meira að segja nokkuð hress og minnið var næstum alveg í lagi fyrstu 100 árin eða svo, en svo fór aðeins að halla undan fæti eftir öldina.

Eins og mér finnst það skrítið að vera til, þá finnst mér það næstum því skrítnara að einhver hætti allt í einu að vera til. Því meira sem ég hugsa um það, því meira sannfæri ég mig um það að það hljóti að vera til eitthvað "eftir líf". Ég er of upptekin af sjálfri mér, til þess að ég geti hugsað mér að það slökkni allt í einu á mér og ég verði ekkert og hugsi ekkert.

Engin ummæli: