4.5.05

Ákvað að gera smá samantekt fyrir ykkur..

- Ég er í bleikum og hvítum hlýrakjól. Mmmmm heimaföt.
- Ég er staðsett inni í herberginu mínu, uppi í flugmóðursskipinu, með Emmu í fanginu
- Ég er að hlusta á The nightmare before christmas soundtrackið
- Ég hef áhyggjur af því að ég sé 3 kg þyngri núna en í byrjun á árinu, þó ég borði eiginlega bara hollan og reglulega 6 daga vikunnar.
- Mér líður ponsu lónlí, en annars nokkuð vel
- Mér langar í iPod
- Síðasta mynd sem ég sá var The Hitchhickers Guide to the Galaxy. Fórum í 16 bíó.
- Það síðasta sem ég fékk mér að drekka var vatn
- Það síðasta sem ég fékk mér að borða var hrein AB mjólk í kvöldmatinn. Illt í mallanum.
- Það síðasta sem mér dreymdi var að ég væri að plokka litla, hvíta orma úr húðinni á lófunum á mér
- Mér finnst leiðinlegt hvað það er langt síðan ég hef hitt suma vini mína
- Mér finnst skemmtilegt að það sé að koma sumar
- Mér hefur alltaf langað að geta flogið
- Ef ég myndi fara aftur í tímann myndi ég ekki breyta neinu, því að þá væri ég kannski ekki þar sem ég er í dag. Butterfly effect þið vitið. Eat my Hurricane
- Nestið mitt í leikskóla var alltaf 1/2 brauðsneið með spægjupylsu, 1/2 brauðsneið með osti og kókómjólk
- Ég pirra mig á að skyr sé svona hollt þegar það er svona mikill viðbjóður
- Ég veit að ég ætti ekki að naga á mér neglurnar, en sé ekki annan tilgang fyrir þær
- Ég þoli ekki hliðarscroll og þegar fólk segir kjúttlingur í staðinn fyrir kjúklingur
- Ég elska þegar ég fæ freknur og þegar veðurfréttamenn reyna að vera fyndnir
- Ég vona að.....

Engin ummæli: