23.5.05

Ég spjallaði við gamla vinkonu áðan. Stóru, svörtu vatnsdæluna með fallega bláa takkanum (þeir sem hafa verið við hirð drottningar síðustu 3 árin, hafa áður heyrt sögur af henni). Hægt og rólega dældi hún ísköldu vatni í af-sítrónu-brögðuðu Powerade flöskuna mína. Dælan hljómaði ekki ósvipað læk, svo ég þurfti að pissa.

Ég hef saknað hennar!

Ég tók líka með mér fullt af nesti eins og ég gerði alltaf í fyrra. Vaknaði í morgun og sauð mér heilhveiti spaghetti í hádegismatinn, þó það sé mötuneyti hérna. It's good to be back... Tja.. þó ég sé komin í aðra deild. Núna er ég í "þróunardeild" og fæ að öllum líkindum að leika mér í mobile forritun í sumar.

Engin ummæli: