13.5.05

Ég hef aldrei...
Ég er góð manneskja. Tja. Allavega ekki vond manneskja. Ég veit þetta meðal annars vegna þess að í öll þau ár sem ég hef verið manneskja, þá hef ég aldrei reynt að skyrpa á fólk fram af hæðum með handriði. Þið vitið.. eins og hjá bíóinu í Smáralind... eða í Kringlunni. Bara til að gá hvort ég myndi hitta og hvað skyrpið væri lengi á leiðinni niður. Alveg sama hvað ég hef freystast og alveg sama þó ég hafi verið farin að safna munnvatni.... Ég hef að vísu skyrpt á gólfið í herberginu hjá bróður mínum þegar við vorum að rífast og ég var 7 ára. Við vorum inni í stofu og ég hljóp að herberginu hans, skyrpti á gólfið og lokaði mig svo inni í mínu herbergi.

Ég hef samt aldrei..

...farið upp á þak í blokkinni hans Hákonar (Austurbrún.. Þið vitið, þessi huge stóra þarna..) og hent blautum klósettpappír í gamalt fólk. Ég hef að vísu hent blautum klósettpappír í klósett á Krít (það má víst ekki).

Ég hef samt aldrei..

Damn.. Hefði geta orðið ágætis pósk, en mér er bara of illt í augunum til að halda áfram.

Engin ummæli: