8.5.05

Ég fór á appelsínugulabeltis karate djamm í gær. Merkilegt hvað það getur verið gaman að skemmta sér með hópi af fólki sem er á öllu aldursbili og á næstum ekkert sameiginlegt.

Partýið var á Óðisgötu, svo við röltum aðeins í bæinn í kringum hálf þrjú og kíktum á Hressó í svona 10 mínútur til að heilsa upp á Hákon. Fórum svo bara heim. Það var ekkert reykt í parýinu, en eftir þessar 10 mínútur var eins og ég hefði eytt heilu kvöldi í að selja bingóspjöld.

Fæturnir mínir voru annars ekkert sáttir áðan, þegar ég tróð þeim aftur í satanísku, háhæluðu stígvélin sem þeir voru fangaðir í allan gærdag. Öskruðu og grenjuðu. Þeir refsuðu mér líka með því að mér líður eins og ég sé labbandi á hnífum.

Engin ummæli: