5.5.05


Ég fékk nóg að því að vera svona tussuleg og ákvað að hafa stelpu-kvöld hjá mér. Ég er búin að plokka á mér augabrúnirnar, setja á mig andlitsmaska og brunkukrem og vaxa á mér lappirnar (áááái) svona í og með að ég horfi á the Bachelor. (*Halda putta upp að munni* Usss.. Testósterónið sefur)

Áðan, þegar ég var á leiðinni að þvo framan úr mér leirmaskidæmið mætti ég mömmu. Hún sagði: "Haha.. Sætust!" og sannaði þar með kenninguna að hverjum þykir í raun og veru sinn fugl fagur, þó að hann sé laglaus og með reittar fjaðrir.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Engin ummæli: